01.12.2025
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun.
27.11.2025
Fyrsti des, fullveldisdagurinn, er fyrrum þjóðhátíðardagur Íslendinga. Þann 1. desember 1918 tóku Sambandslögin gildi, milli Íslands og Danmerkur, og í þeim mátti finna viðurkenningu Dana á því að Ísland væri fullvalda ríki. Dagurinn varð þó ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað, en með tímanum varð það svo, og entist fram að lýðveldistíma.
21.11.2025
Á mánudaginn, 24. nóvember, hefjast jólapróf hjá háskólum landsins og þá munu vestfirskir fjarnemar leggja leið sína í Háskólasetrið til að taka próf.
20.11.2025
Námskeið í opinberri stefnumótun hófst í þessari viku hjá okkur í HV.
19.11.2025
Háskólasetur Vestfjarða hlaut á dögunum styrk að fjárhæð kr. 924.222,- úr Loftslags- og orkusjóði, í flokknum „Orkuskipti í rekstri eða orkusparnaður“ en verkefnið snýr að uppsetningu sjálfbærs orkubúnaðar við Háskólasetur Vestfjarða.
17.11.2025
Námskeið í haffræði hófst í síðustu viku við HV.
06.11.2025
Námskeið í svæðishagkerfi hófst í síðustu viku við Háskólasetur Vestfjarða.
04.11.2025
Í síðustu viku hófst námskeiðið Eðlisræn ferli strandarinnar við Háskólasetur Vestfjarða.
29.10.2025
Það má segja að framhald hafi verið á frönskum dögum hjá Háskólasetri Vestfjarða, því það voru fleiri frönskumælandi gestir sem heimsóttu HV á dögunum, auk David Didier og samstarfsfólks hans og nemenda frá Université du Quebeq á Rimouski komu og þrír kennarar frá Lýcée de la mer, eða Fjölbrautarskóla Hafsins upp á íslensku, sem staðsettur er í Sète við Montpellier, við miðjarðarhafsströnd Frakklands. Heimsóknir sem þessar sýna hve umfangsmikið samstarfs- og tenglsanet Háskólaseturs er orðið.
27.10.2025
Síðustu daga var töluvert mikið töluð franska í Háskólasetri Vestfjarða – en það skýrist af komu góðra gesta til HV. Í heimsókn voru David Didier, háskólakennari við Université du Quebeq á Rimouski ásamt þremur kollegum og hópi tólf námsmanna á sviði jarðmótunarfræði (e. geomorphology).