Starfsmenn Háskólaseturs sinna prófyrirsetu fyrir alla háskóla á Íslandi og allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta sótt um að hafa Háskólasetur Vestfjarða sem sinn prófstað. Fjarnemar sem hafa áhuga á að taka próf á Ísafirði geta nýtt sér fjarprófsþjónustu Háskólasetursins en sambærileg þjónusta er einnig í boði á Patreksfirði og Hólmavík.

Hafi nemandi áhuga á að taka próf í Háskólasetrinu er mjög mikilvægt að viðkomandi byrji á því að hafa samband við sinn háskóla og gangi frá skráningu í fjarpróf eftir viðeigandi leiður. Einnig þarf að skrá Háskólasetur Vestfjarða sem prófstað í Uglu.

Kennslustjóri og verkefnastjóri hafa takmarkaðar upplýsingar um fjarnema á svæðinu og því mikilvægt að nemendur hafi samband við verkefnastjóra með góðum fyrirvara.