Starfsmenn Háskólaseturs sinna prófyrirsetu fyrir alla háskóla á Íslandi og allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta sótt um að hafa Háskólasetur Vestfjarða sem sinn prófstað. Fjarnemar sem hafa áhuga á að taka próf á Ísafirði geta nýtt sér fjarprófsþjónustu Háskólasetursins en sambærileg þjónusta er einnig í boði á Patreksfirði og Hólmavík.

Hafi nemandi áhuga á að taka próf í Háskólasetrinu er mjög mikilvægt að viðkomandi byrji á því að hafa samband við sinn háskóla og gangi frá skráningu í fjarpróf eftir viðeigandi leiðum. Einnig þarf að skrá Háskólasetur Vestfjarða sem prófstað í Uglu.

Háskólanemar sem taka fjarpróf hjá Háskólasetri Vestfjarða þurfa að taka með sér sinn eigin tölvubúnað og gott er að huga að því fyrir próftöku að tölvan og próftökuvafri séu uppfærð og tilbúin til notkunar.

Ef spurningar vakna er velkomið að hafa samband við verkefnastjóra Háskólaseturs Vestfjarða.