Gestanemar á eigin vegum eru alþjóðlegir nemendur sem hafa áhuga á því að taka námskeið erlendis og sjá um skipulagningu gestanáms sjálfir án aðkomu skiptinámsáætlunar. Til þess að sækja um sem gestanemi á eigin vegum þarf nemandi að vera skráður í nám hjá heimaskóla sínum og vera skráður í nám á meðan á dvöl sinni stendur hjá Háskólasetri Vestfjarða. Eins og aðrir gestanemar fá gestanemar á eigin vegum einingar fyrir námskeið sem þau standast. Vinsamlegast athugið að gestanemar á eigin vegum þurfa að greiða skráningagjald.

Inntökuskilyrði

 • Almennar hæfnikröfur gestanema eru CEFR C1 enskustig og viðeigandi námsbakgrunnur.
 • Almennt geta aðeins nemendur á framhaldsstigi sótt um námskeið í meistaranámi en grunnnemar geta þó sótt um séu þau á seinasta ári í námi og geta sýnt fram á fyrri þekkingu í því námskeiði sem sótt er um.
 • Heimaskóli getur krafist lágmarks fjölda lokinna eininga við heimaskóla áður en hægt er að sækja um gestanám.
 • Gestanemar þurfa að uppfylla skilyrði um mætingu og þátttöku í hverju námskeiði í viðtökuskóla.
 • Ekki er boðið upp á gestanám í fjarnámi
 • Allir alþjóðlegir nemendur verða að uppfylla þær kröfur sem annað hvort útlendingastofnun eða Þjóðskrá Íslands setur byggt á ríkisfsangi þeirra.

Umsóknarferlið

 • Fylla þarf út þetta eyðublað.
 • Eftirfarandi fylgigögn þarf að senda á applications@uw.is:
  • Opinber gögn um núverandi og fyrra nám, þ.e. staðfest námsferilsyfirlit sem inniheldur lista yfir öll námskeið tekin í heimaskóla með tilheyrandi einkun.
  • Fullbúna ferilskrá
  • Staðfestingu á tungumálakunnáttu

Dagsetningar og frestir

Umsóknir gestanema á eigin vegum eru afgreiddar með reglulegu millibili yfir námsárið frá 1. ágúst til 30. júní en umsókn verður að berast að minnsta kosti tveimur mánuðum áður en námskeið hefst sem sótt er um. Umsóknir eru lagðar fyrir meistaranámsnefnd.

Vinsamlegast athugið að sum námskeið eru með fjöldatakmarkanir. 

Gjöld

Gjöld fyrir gestanema á eigin vegum eru 10.000 krónur fyrir hverja ECTS einingu. 4-ECTS námskeið myndi því kosta 40.000. 

Hagnýtar upplýsingar

 • Upplýsingar um stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða má finna hér. Ef ekkert herbergi er laust mun starfsfólk Háskólaseturs aðstoða skiptinema við að finna húsnæði á Ísafirði.
 • Allir alþjóðlegir nemendur verða að uppfylla þær kröfur sem annað hvort útlendingastofnun eða Þjóðskrá Íslands setur byggt á ríkisfsangi þeirra.
 • Nemendur fyrir utan ES/EES verða að verða að vera með sjúkratryggingu. Evrópskir ríkisborgarar verða að hafa með sér evrópska sjúkratryggingarkortið.

Fyrir frekari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við kennslustjóra Háskólaseturs Vestfjarða.