Háskólasetur Vestfjarða er opið rannsóknarfólki og rannsóknarnemum, sem dvelja á Vestfjörðum vegna rannsókna sinna. Starfsfólk Háskólaseturs sinnir ekki rannsóknum en meistaranemar við Háskólasetrið bæta árlega við þekkingu á sviði haf- og strandsvæðastjórnunar með lokaritgerðum sínum.

Í meistaranáminu kenna jafnframt virtir háskólakennarar sem koma víða að úr heiminum og skapa mikilvæg tengsl milli Háskólasetursins og eigin rannsóknarumhverfis. Háskólasetur kemur þannig að einstökum rannsóknarverkefnum, oftast í samvinnu við rannsóknarstofnanir á svæðinu eða sem stuðningsaðili rannsóknarfólks.

Hér fyrir neðan má sjá samstarfsverkefni sem starfsfólk og/eða nemendur Háskólaseturs Vestfjarða taka virkan þátt í.