Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða, líflegur og fallegur bær sem státar af öflugu félagslífi, jafnt á sviði menningar og lista sem íþrótta. Ísafjörður er stærstur fimm byggðakjarna sem saman mynda sveitarfélagið Ísafjarðarbæ. Stórbrotin náttúran er í seilingarfjarlægð og örstutt í ósnortnar náttúruperlur á borð við Hornstrandir og Jökulfirði.