27.10.2025
Síðustu daga var töluvert mikið töluð franska í Háskólasetri Vestfjarða – en það skýrist af komu góðra gesta til HV. Í heimsókn voru David Didier, háskólakennari við Université du Quebeq á Rimouski ásamt þremur kollegum og hópi tólf námsmanna á sviði jarðmótunarfræði (e. geomorphology).
24.10.2025
Um miðjan október sótti sendinefnd frá Háskólasetri Vestfjarða ráðstefnuna Arctic Circle Assembly í Reykjavík. Hópurinn samanstóð af 13 nemendum úr námskeiði Dr. Romain Chuffart um stjórnarhætti á norðurslóðum, ásamt fjórum starfsmönnum; Dr. Brack Hale, Morgan Greene, Dr. Peter Weiss og Dr. Catherine Chambers. Þá voru einnig nemendur bæði af grunn- og meistaranámsleiðum SIT á Íslandi (School for International Training) fulltrúar Háskólasetursins undir stjórn Dr. Jill Welter, Dr. Christine Palmer og Sadie Ainsworth.
14.10.2025
Í dag fóru nemendur í námskeiðinu „Siðferði manna: Verndun og auðlindanýting“ í vettvangsferð til að heimsækja vatnsaflsvirkjun í Engidal.
13.10.2025
Dagana 6. – 21. október er kennt hjá Háskólasetri Vestfjarða námskeiðið Siðferði manna varðandi verndun og auðlindanýtingu.
06.10.2025
Í dag hófst kennsla námskeiðsins „Stjórnskipulag á norðurslóðum“ hér í Háskólasetri Vestfjarða.