HOBB

HOBB: Hafið okkar - blá Bolungarvík

HOBB er verkefni um vísindi og haflæsi, fjármagnað af evrópska verkefninu „ProBleu“ sem miðar að því að efla læsi almennings á hafinu og vatninu. HOBB er samstarfsverkefni milli grunnskólans í Bolungarvík og Háskólaseturs Vestfjarða, sem miðar að því að tengja nemendur við hafið á nýjan og spennandi hátt. Hafið og auðlindir þess eru nátengdar íslenskri menningu, sögu og samfélagsþróun. Á sama tíma skortir smærri skóla og sveitarfélög oft fjármagn til að þróa nýstárleg menntaverkefni. HOBB mun því kveikja þann neista sem þarf til að skapa haflæsi– verða eins og helluborð í eldhúsinu (“hob” á ensku), þar sem hugmyndir og þekking koma saman, það er neisti og svo verður eitthvað nýtt til. Verkefnið byggir á eftirliti með ágengum tegundum, og hvernig hlutir eins og ágengar tegundir og breytingar á vötnum tengjast stærri málum um líffræðilegan fjölbreytileika og vernduð vatnssvæði.

Helstu markmið

Meginmarkmið HOBB er að hvetja og virkja grunnskólanemendur á öllum aldri með því að læra um hafið til að verða leiðtogar í hafinu – nemendur munu stunda vísindastarfsemi með því að fylgjast með ágengum krabbadýrum, byggja upp samfélag með því að vinna með öðrum skólum, kanna list sem miðil fyrir læsi um hafið, skilja merkingu verndarsvæða og taka þátt í nútíma vísindamiðlun með hlaðvarpsþáttaröð.

Markmið:

  • Að bæta skilning nemenda á ágengum grjótkrabba: hvaðan kom hann, hvað vitum við, hvað meira þurfum við að vita, hvernig getua venjulegir borgarar hjálpað?
  • Að vekja áhuga fyrir samtímamálum í hafinu eins og ágengum tegundum, verndarsvæðum, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslagsbreytingum.
  • Að virkja nemendur í læsi um hafið sem felur í sér vísindamiðlun.

 

Helstu verkefni

A) Sýnataka úr gildrum og gagnagreining

  • Nemendur í öllum bekkjum vinna með kennurum að því að setja upp gildrur með beitu. Nemendur skrá fjölda, kyn, stærð og önnur umhverfiseinkenni (t.d. vatnsdýpi og hitastig). Eldri nemendur nota gögnin í vísindatímum og stærðfræðitímum.
  • Nemendur munu smíða sín eigin svifsýnatökutæki, svokölluð „babylegs“, til að taka sýni af krabba-nauplíum og öðru svifi.


B) Samskipti: Hlaðvarp og listaverk

  • Nemendur nota einnig niðurstöður úr gildru-verkefni til að hugleiða og veita innblástur. Þeir búa til listaverk og hlaðvarpsseríu byggt á reynslu sinni, niðurstöðum og því sem vekur mestan áhuga þeirra. Hlaðvörpin geta verið gerð á nokkrum tungumálum og listin getur verið sýnd á almannafæri/viðburðum. Nemendur munu hafa aðgang að vísindamönnum í BioProtect verkefninu til að veita innblástur fyrir hlaðvarpsseríuna.