Háskólasetur Vestfjarða er mjög virkur miðpunktur fræði- og rannsóknastarfa á Vestfjörðum en afurðirnar teygja anga sína víða, bæði innanlands og erlendis. Háskólasetrið stendur reglulega fyrir, eða hýsir í samstarfi við aðrar stofnanir og félög, fyrirlestra, málþing og ráðstefnur. Einnig er margt rannsóknarfólk tengt Háskólasetri og gefur reglulega út ritrýndar greinar, auk þess sem nemendur gera verkefnum sínum skil í veglegum lokaritgerðum.