Menningarlíf bæjarins er þekkt fyrir að vera einstaklega kröftugt, en hápunktar þess eru nokkrar árlegar menningarhátíðir. Tónlistarhátíðirnar Aldrei fór ég suður, sem er haldin um páskana og Við Djúpið sem fram fer í lok júní ár hvert, hafa markað sér sess í íslensku tónlistarlífi. Þá er leiklistarhátíðin Act alone sem fram fer í byrjun júlí, einnig orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins en þar er einleikjaformið í brennidepli.
Á Vestfjörðum eru óþrjótandi möguleikar til að njóta fjölbreytilegs mannlífs og einstakrar náttúru og hvetjum við áhugasama til að kynna sér allt það sem fjórðungurinn hefur uppá að bjóða á upplýsingasíðunni westfjords.is.
Starfsmenn Háskólaseturs aðstoða nemendur í hvívetna til að þeir aðlagist fljótt og vel í vestfirsku samfélagi.
Nánari upplýsingar um þjónustu bæjarins má nálgast á vef Ísafjarðarbæjar.
Frekari upplýsingar um viðburði í Ísafjarðarbæ má nálgast á viðburðasíðu bæjarins.