Við tökum fagnandi á móti fræðimönnum til skemmri eða lengri dvalar, og í gegnum tíðina hefur Háskólasetur Vestfjarða hýst fjölda rannsakenda í samstarfi við ýmsar stofnanir, svo sem Fulbright á Íslandi.

Við viljum sérstaklega vekja athygli á Grímsson-styrkjunum, þar sem vísindamenn, fræðimenn, sérfræðingar, rithöfundar og aðrir, óháð þjóðerni, geta dvalið á Ísafirði til að vinna að rannsóknum sínum og verkefnum. Grímsson-styrkþegar eru beðnir um að halda fyrirlestur í Háskólasetrinu á meðan dvölinni stendur í Húsi Gríms, eða taka þátt í starfi setursins með öðrum hætti.

Rannsóknarstjóri Háskólaseturs, Dr. Catherine Chambers, hefur yfirumsjón með almennum rannsóknartengdum verkefnum, svo sem samstarfssamningum, styrkumsóknum, rannsóknaraðstöðu, samningum um gagnanotkun og/eða búnað, ásamt leiðbeiningum um útgáfu og miðlun.

Skrifborðsaðstaða er í boði fyrir gestafræðimenn til skemmri dvalar. Fyrirspurnir um framboð og verð skulu berast skrifstofu.