Nýnemadagar 2025

Í dag og á morgun eru haldnir nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar sem tekið er á móti fjölbreyttum hópi meistaranema og nýtt skólaár sett.

Óskum eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema.

SeaTech starfsnemar halda heim á leið

Starfsnemar frá Hálskólanum í Toulon í Frakklandi hafa lokið starfsnámi við Háskólasetrið sem hefur staðið frá miðjum apríl sl. Nemarnir unnu við útfærslu á leiðum við að hagnýta gögn frá Copernicus stofnuninni. Gögnin voru opin líkana- og mæligögn um hreyfingar í hafísbreiðunni, veður- og hafgögn ásamt lífefnagögnum um frumframleiðni í hafinu.

Dr. Catherine Chambers nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Dr. Catherine Chambers hefur verið ráðin forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Catherine er með doktorsgráðu frá Háskóla Alaska, Fairbanks frá 2016, meistaragráðu í dýravistfræði frá Southern Illinois Háskóla frá 2008 og bakkalárgráðu frá Drake-háskólanum frá 2004. Hún er með töluverða reynslu af kennslu auk þess að hafa starfað sem leiðbeinandi nema í meistararitgerðum þeirra.