Ísafjörður er lítill bær sem þýðir að flestöll þjónusta er í göngu- eða hjólafæri. Hægt er að nota almenningssamgöngur til að ferðast til nærliggjandi bæja.

Góðar samgöngur eru milli Ísafjarðar og suðvesturhornsins, 5-6 tíma akstur er til höfuðborgarinnar á bundnu slitlagi og einungis tekur um 40 mínútur að fljúga þangað í innanlandsflugi, en að jafnaði eru tvö flug til og frá Ísafirði á dag.