Góðar samgöngur eru milli Ísafjarðar og suðvesturhornsins, 5-6 tíma akstur er til höfuðborgarinnar á bundnu slitlagi og einungis tekur um 40 mínútur að fljúga þangað í innanlandsflugi, en að jafnaði eru tvö flug til og frá Ísafirði á dag. 

Framfærslukostnaður nemenda á Ísafirði er umtalsvert lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Húsaleiga er allt að helmingi lægri og nær öll þjónusta er í göngufjarlægð frá Háskólasetrinu og flestum af þeim búsetumöguleikum sem eru í boði fyrir nemendur.