SeaGirls

Seagirls

Seagirls verkefnið færði hóp stúlkna á Íslandi myndavélar eitt sumarið í þeim tilgangi að fá innsýn á bæði samband og skilning á sjónarhorni þeirra við hafið. Verkefnið er hluti af rannsóknarvinnu og er tilgangurinn meðal annars að byggja grunn að framtíðar rannsóknum og þar með samfélagsstarfsemi sem hefur tengingu við ungmenni, kyn og tengsl þeirra við hafið. Hlutverk konunnar í sjávarútvegi hefur hingað til verið hunsað á sagnfræðilegum vettvangi en er afgerandi þáttur í efnahags og félagslegu sjónarmiði. Það er mikilvægt að byrja snemma að ræða jafnrétti kynjanna innan sjávar iðnaðarins við ungu kynslóðina og margar alþjóðlegar sjálfbærar þróunaráætlanir leggja áherslu á mikilvægi þátttöku ungmenna og kvenna í sjálfbærni sjávar.