Háskólahátíð á Hrafnseyri 2025

Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistarnámi hjá Háskólasetri, sem og fjarnemum af Vestfjörðum. Skólaárið 2024/2025 hafa 28 meistaranemendur skilað lokaverkefnum í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun. Báðar námsleiðir eru kenndar hjá Háskólasetri Vestfjarða í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Formleg útskrift er frá HA, en Háskólasetrið efnir til Háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júni 2025, líkt og fyrri ár, þar sem útskriftarnemendur fá afhent prófskírteinin. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftarnema til að samfagna á Háskólahátíðinni á Hrafnseyri.

Opnunartími yfir páska

Páskarnir eru á næsta leiti og eins og venja er tekur Háskólasetrið sér smá páskafrí. Húsið verður lokað föstudaginn langa, 18. apríl, og laugardaginn 19. apríl. Inngangurinn frá Suðurgötu verður þá læstur og lyklaspjöld ekki virk — jafnvel duglegustu nemendur og starfsmenn þurfa að taka sér smá pásu. Ef upp kemur neyðartilvik má hafa samband í síma 844 3148.

Varnatímabil vorönn 2025

Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast á þriðjudaginn 22. apríl og munu 16 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Að venju eru umfjöllunarefnin afar áhugaverð og fjölbreytt. Varnirnar eru opnar almenningi og fara fram í Háskólasetri. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og má finna linkana í töflunni hér að neðan.

Rebecca Eriksson gengur til liðs við HV sem rannsakandi

Rebecca Eriksson, meistaranemi á öðru ári í Sjávarbyggðafræði gengur til liðs við Háskólasetur Vestfjarða (HV) sem rannsakandi á komandi ári. HV leggur mikla áherslu á að nemendur taki virkan þátt í rannsóknarverkefnum, og á undanförnum árum hefur sífellt fleiri meistaranemum gefist tækifæri til að taka þátt í bæði innlendum og alþjóðlegum rannsóknum.

Tímarit um jöklarannsóknir nú aðgengileg á bókasafni HV

Tómas Jóhannsson sérfræðingur í ofanflóðahættumati hjá Veðurstofu Íslands kom á dögunum vestur til Snjóflóðaseturs, og hafði meðferðis fullhlaðið skott af tímaritum fyrir bókasafn HV. Tómas er í ritstjórn Jökuls, tímarits um jöklarannsóknir, en hefur árum saman verið áskrifandi af tímaritunum Journal of Glaciology og Annals of Glaciology, sem honum fannst nú vera best komið fyrir þar sem almenningur hefði aðgang að, og munu þau nú koma bæði námsmönnum hjá Háskólasetri sem og starfsmönnum í húsinu til góða.

HV hlýtur styrk fyrir „ARCHAIC“ verkefnið á Norðurslóðum frá NordForsk

Háskólasetur Vestfjarða (HV) hefur hlotið styrk frá NordForsk fyrir „ARCHAIC“ verkefnið (Sustainable and Resilient Communities in Remote Settlements in the Arctic in the Age of Climate Change). Meginmarkmið verkefnisins er að skapa nýja þekkingu um aðlögun að loftslagsbreytingum og viðbrögð við náttúruvá í afskekktum samfélögum á Norðurslóðum, með áherslu á sjálfbærni og seiglu.

HV fær veglega gjöf frá Þorsteini Jóhannessyni og Margréti Hreinsdóttur

Háskólasetur Vestfjarða (HV) fékk afar veglega gjöf á opnu húsi sem haldið var nýlega í Vestrahúsi. Um er að ræða 86” skjá sem heitir Maxhub XBoard MTR og sameinar fundarskjá, Teams Rooms fjarfundabúnað, tússtöflu og þráðlausan tengibúnað í eitt og sama tækið. Gjöfin er frá þeim Þorsteini Jóhannessyni og konu hans Margréti Hreinsdóttur. Þorsteinn Jóhannesson er Ísfirðingum kunnugur sem f.v. yfirlæknir á Fjórðungssjúkrahúsi í nær 30 ár. Þorsteinn hefur líka verið virkur í sveitarstjórnarmálum og ekki síst hefur hann beitt sér fyrir stofnun HV og er fyrirtæki Þorsteins, Skurðlæknirinn ehf., einn af stofnaðilum þess.

HV hlýtur styrk fyrir „LostToClimate“ verkefnið á Norðurslóðum frá NordForsk

Háskólasetur Vestfjarða (HV) hefur hlotið styrk frá NordForsk fyrir verkefnið „LostToClimate“, sem mun rannsaka óhjákvæmileg tjón, önnur en efnahagsleg, sem samfélög á Norðurslóðum verða fyrir vegna loftslagsbreytinga. Þetta samstarfsverkefni sameinar vísindamenn og samfélög í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Íslandi, Grænlandi, Kanada og Bandaríkjunum, þar á meðal nokkur samfélög frumbyggja, til að skapa nýja þekkingu sem getur stutt við aðlögun í framtíðinni.

Takk fyrir árin tuttugu! - Ávarp forstöðumanns á aðalfundi 2025

Fyrsti stjórnarformaður Háskólaseturs Vestfjarða, Halldór Halldórsson, sagði fyrir tuttugu árum við opnunarhátíð Háskólaseturs Vestfjarða "Nú er hátíðarstund – að nokkrum árum liðnum munum við líta til baka og segja; þetta voru gæfuspor."

Peter Weiss hyggst láta af störfum sem forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða

Á aðalfundi Háskólaseturs Vestfjarða s.l. föstudag, 14. mars 2025, þar sem allir stofnaðilar eru saman komnir, kynnti forstöðumaður undir öðrum málum áform um að vilja láta af störfum á yfirstandandi ári.