Nemendur öðlast verklega innsýn í fiskifræði og fiskveiðistjórnun

Dr. James Kennedy, fiskifræðingur við Hafrannsóknastofnun, kennir um þessar mundir námskeiðið Fiskveiðistjórnun og fiskveiðitækni hér við HV. Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni hafrannsókna og fiskveiða, meðal annars stofnmat, tengsl fiska og búsvæða, lífsferla, stofnfræði og stjórnun.

Sólardagurinn

Þann 25. janúar ár hvert halda Ísfirðingar upp á sólardaginn, en þá er komu sólar fagnað með því að halda sólarkaffi þar sem drukkið er kaffi og borðaðar sólarpönnukökur með sykri eða sultu og rjóma. Í meira en hundrað ár hafa Ísfirðingar haldið þennan dag hátíðlegan, en hann miðast við þann dag er sól sleikir fyrst Sólgötuna, eftir langa vetursetu handan fjallanna.

Netkynning á meistaranámi í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun

Miðvikudaginn 4. febrúar næstkomandi verður haldin netkynning á meistaranámsleiðum Háskólaseturs Vestfjarða í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun.

Fræðadvöl í Grímshúsi

Eitt af þeim skemmtilegu verkefnum sem Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í, er verkefni um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði, sem var hleypt af stokkunum á ráðstefnu í Háskólasetri Vestfjarða í nóvember árið 2022 og árið 2023 komu fyrstu gestirnir í Grímshús.

Námskeið: Hagnýt Aðferðafræði

Starfsemi Háskólaseturs er nú aftur komin á fullt skrið eftir gott jólaleyfi og nemendur aftur mættir í skólastofunar.

Opnunartímar Háskólaseturs yfir hátíðirnar

Nú er orðið tómlegt á göngum Háskólaseturs þar sem flestir nemendur okkar hafa haldið heim í jólafrí og nemar íslensku háskólanna hafa lokið sínum prófum fyrir jól.

Síðasta námskeiði annarinnar lokið

Síðastliðinn föstudag luku nemendur okkar síðasta áfanga misserisins, sem ber heitið „Auðlindahagkerfi og stefnumótun“ þar sem þeir lærðu margt um umhverfishagfræði.

Opið fyrir umsóknir í meistaranám

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða fyrir komandi skólaár. Boðið er upp á tvær námsleiðir, Sjávarbyggðafræði og Haf- og strandsvæðastjórnun.

Fyrsti des haldinn hátíðlegur í Háskólasetri

Fyrsti des, fullveldisdagurinn, er fyrrum þjóðhátíðardagur Íslendinga. Þann 1. desember 1918 tóku Sambandslögin gildi, milli Íslands og Danmerkur, og í þeim mátti finna viðurkenningu Dana á því að Ísland væri fullvalda ríki. Dagurinn varð þó ekki að þjóðhátíðardegi þegar í stað, en með tímanum varð það svo, og entist fram að lýðveldistíma.

Fjarprófatíð að hefjast í Háskólasetri Vestfjarða

Á mánudaginn, 24. nóvember, hefjast jólapróf hjá háskólum landsins og þá munu vestfirskir fjarnemar leggja leið sína í Háskólasetrið til að taka próf.