Háskólasetur Vestfjarða hýsir ráðstefnur og fyrirlestra af öllum stærðum og gerðum; allt frá stórum alþjóðlegum ráðstefnum um menningu, náttúru eða vísindi, til smærri óformlegra funda um hin ýmsu málefni. Ráðstefnuaðstaða á Ísafirði og víðar um Vestfirði er til fyrirmyndar og býður upp á fjölmörg tækifæri til eftirminnilegra viðburða og athafna.
Háskólasetrið hentar vel fyrir alls konar fyrirlestra og er þjónusta þess í boði fyrir alla sem hafa áhuga á að halda fyrirlestur tengdan rannsóknum, vísindum og miðlun þekkingar.
Allar fyrirspurnir skulu berast til skrifstofu Háskólaseturs.