Þjónusta

Kaffistofa

Nemendur hafa aðgang að kaffisal Háskólasetursins og geta geymt mat í skápum og í ísskáp. Mikilvægt er að merkja allt sem ykkur tilheyrir. Í kaffisal er kaffivél en nemendur þurfa að greiða fyrir kaffið. Kaffibolli kostar 300 kr. Hægt er að kaupa mánaðarkort í móttökunni fyrir 3.000 kr.

Þráðlaust net

Háskólasetur Vestfjarða býður nemendum aðgang að þráðlausu neti. Gert er ráð fyrir að nemendur hafi yfir að ráða fartölvu með þráðlausu netkorti.
Þráðlausa netið er opið fyrir nemendur sem hafa skráð sig hjá riturum og greitt aðstöðugjald.

Nauðsynlegt er að hafa tölvur uppfærðar hvort sem um er að ræða uppfærslur vírusvarna eða öryggisuppfærslur stýrikerfis. Ef nemandi uppfærir ekki tölvuna sína getur hann átt von á að lokað verði fyrir allt netsamband vélarinnar ef hún smitast af vírusum. Uppfærið tölvuna í gegnum heimasíðu Microsoft.

ATH! Ekki er sjálfgefið að nýjar vélar séu uppfærðar fram að deginum sem þær eru keyptar.

Prentþjónusta

Í Háskólasetrinu er ljósritunarvél/prentari þar sem nemendur geta prentað, ljósritað og skannað inn efni, hann er staðsettur í móttökunni. Fylgst er með prent notkun nemenda.

Lyklar að Háskólasetrinu

Húsnæði Háskólasetursins er læst eftir klukkan 16:00 á daginn. Til að hafa aðgang að húsnæði Háskólasetursins eftir lokun geta nemendur fengið lyklakort hjá móttökuriturum. Nemendur greiða 3000 kr. tryggingu sem er endurgreidd þegar kortinu er skilað í lok skólaárs.

Þjófavarnarkerfi hússins er virkt milli 02:00 eftir miðnætti, til klukkan 6:30 á morgnana. Ef nemendur hafa í hyggju að vera í Háskólasetrinu að næturlagi þurfa þeir að láta starfsmenn vita svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi þjófavarnarkerfið.

Verðskrá

Aðstöðugjald kr. 2000 (innifalið er aðgangur að þráðlausu neti og prenturum setursins, fyrstu 70 blöð til prentunar, aðgangur að allri les- og vinnuaðstöðu, aðgangur að eldhúsi o.s.frv.)*

  • Kaffi kr. 300 pr. bolli.
  • Mánaðarkaffikort kr. 3000.
  • Lyklakort kr. 3000 (trygging sem fæst endurgreidd þegar kortinu er skilað)*

*Sé aðstöðugjald ekki greitt er brýnt að kortum sé skilað í afgreiðslu Háskólaseturs og er skilagjald þá endurgreitt.

  • prentun í svart/hvítu: kr. 15 pr. blað
  • prentun í lit: kr. 25 pr. blað
  • gormur: kr. 100 stk.
  • plast: kr. 100 stk.
  • gormun á blöðum: 0-100 stk. kr.1000