Íslenskunám í heimabyggð – tækifæri fyrir Vestfirðinga

Háskólasetur Vestfjarða (HV) tekur þátt í samstarfsverkefninu „Máltæknikjarni“, sem unnið er í samstarfi við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa nýjar og skilvirkar leiðir til tungumálanáms, sem eru hagkvæmar og aðgengilegar óháð búsetu. Hluti af þessu verkefni tengist sérstaklega Vestfjörðum og starfsemi HV.

ESB styrkir HV, Strandabyggð og Fine Foods til sjálfbærrar þararæktunar

Það er gaman að segja frá því að Háskólasetur Vestfjarða (HV), Strandabyggð og Fine Foods Íslandica ehf á Hólmavík hafa hlotið styrk frá Evrópusambandinu sem nemur 70 þúsund evrum eða rúmum 10.3 milljónir krónum til að styðja við framkvæmd IceKelp verkefnisins á tímabilinu 2024-2026. Markmiðið er að hanna líkan fyrir sjálfbæra þararækt og blátt hagkerfi í dreifbýli. Greint er frá þessu á vef Strandabyggðar.

Aðalfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða HSES

Aðalfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. vegna ársins 2024 verður haldinn föstudaginn 16. maí 2025 kl. 13:00 í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða.