Ferðamáti

Ísafjörður er lítill bær sem þýðir að flestöll þjónusta er í göngu- eða hjólafæri. Hægt er að nota almenningssamgöngur til að ferðast til nærliggjandi bæja. Góðar samgöngur eru milli Ísafjarðar og suðvesturhornsins, 5-6 tíma akstur er til höfuðborgarinnar á bundnu slitlagi og einungis tekur um 40 mínútur að fljúga þangað í innanlandsflugi, en að jafnaði eru tvö flug til og frá Ísafirði á dag.

Ef að þátttakandi í námskeiði ferðast frá útlöndum, þarf að öllum líkindum að gera ráð fyrir einni nóttu í Reykjavík bæði áður en komið er til Ísafjarðar fyrir námskeiðið og eftir að því lýkur. Vinsamlegast athugið að ferðakostnaður er ekki innifalinn í námskeiðsverði.

 

Gisting

Sjálfkrafa gisting fylgir ekki skráningu í íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða og er ekki innifalin í verði. Nemendur þurfa sjálfir að verða sér út um gistingu. Hér fyrir neðan má sjá þá gistimöguleika sem Ísafjörður og nágrenni hafa upp á að bjóða.

Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða

 Stúdentagarðar Háskólaseturs Vestfjarða voru reistir árið 2023 til að svara vaxandi húsnæðisþörf á Ísafirði. Þar eru 40 stúdíóíbúðir í fjórum álmum og tveim húsum. Hægt er að hafa samband við studentagardar@uw.is og athuga hvort einhverjar stúdíóíbúðir séu lausar. Í gegnum netfangið er einnig hægt að fá upplýsingar um verð, staðsetningu og fleira.

 

Gistimöguleikar á svæðinu

Hjá Markaðstofu Vestfjarða má finna yfirlit um gistimöguleika á svæðinu. Þar ser samantekt um hótel, gistiheimili, farfuglaheimili, svefnpokagistingu og bændagistingu.

Einnig er hægt að athuga úrvalið á helstu gistisíðum eins og booking.com og airbnb.com. Við bendum einnig á Facebook síðuna Húsnæði Til leigu/Sölu Ísafjörður og nágrenni.

 

Heimagisting

Hér má finna samantekt um heimagistingu á Ísafirði og í nágrenni. Vinsamlegast hafið samband við viðkomandi aðila til að athuga hvort herbergi sé laust, verð, staðsetningu og svo framvegis.

Bjarney Halldórsdóttir
bjarneyha@gmail.com
Herbergi í Fjarðarstræti á Ísafirði.

Andrea Aldan Hauksdóttir
andreahauks@gmail.com
S. 003547929902
Herbergi á Flateyri. Ekki ef þú ert með kattaofnæmi.

Elisabet Gunnarsdottir
elisabet.gunnarsdottir@yahoo.com
Á Ísafirði.

Jónas Þ. Birgisson
jonas@lyfja.is
Herbergi í Hnífsdal

Melinda
melinda@snerpa.is
Herbergi við Fjarðarstræti á Ísafirði. Í göngufjarlægð frá Háskólasetri Vestfjarða. Ekki ef þú ert með kattaofnæmi.