Háskólahátíð á Hrafnseyri 2025
27.06.2025
Háskólahátíðin fór að venju fram á Þjóðhátíðardegi á Hrafnseyri, en í ár var hún sérstaklega vegleg í tilefni af 20 ára afmæli Háskólaseturs Vestfjarða.
Ræðumaður dagsins var fyrrverandi forseti Íslands (2016–2024), Guðni Th. Jóhannesson. Margrét Hallmundsdóttir, settur staðarhaldari á Hrafnseyri, innleiddi þann gamla sið að láta fjallkonuna koma fram. Gestir voru um 150 talsins og að venju var súpa og brauð ásamt kaffiveitingum.