Þróunarsjóður innflytjendamála var stofnaður í mars 2007 og er hann starfræktur í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Háskólasetur Vestfjarða hefur frá stofnun annast umsýslu sjóðsins samkvæmt samningi við ráðuneytið. Innflytjendaráð fer með stjórn sjóðsins og gerir ráðið tillögur til félags- og vinnumarkaðsráðherra um styrki hverju sinni.

Sjóðnum er ætlað að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði málefna innflytjenda með það að markmiði að auðvelda innflytjendum að aðlagast íslensku samfélagi og gera samfélaginu betur kleift að koma til móts við þá.

Úthlutun fer fram einu sinni á ári og eru styrkir almennt veittir félögum, samtökum og opinberum aðilum, ekki síst grasrótar- og hagsmunafélögum innflytjenda. Einstaklingum eru að jafnaði einungis veittir styrkir til rannsókna. Styrkir geta að hámarki verið 75% heildarkostnaðar verkefnis. Unnt er að sækja um á íslensku og ensku. Árið 2022-2023 fengu alls 19 verkefni og rannsóknir samtals ríflega 40 milljónir króna.

Reglur sjóðsins og fleira er að finna á heimasíðu félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. 

Hér má nálgast áfangaskýrslu og lokaskýrslu sem sendast á throunarsjodur@uw.is 

Ester Sturludóttir hefur yfirumsjón með umsýslu sjóðsins hjá Háskólasetri, ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir þá vinsamlegast hafðu samband.

 

Verkefni sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum:

 

Samantektir verkefna sem er lokið

Á tímabilinu 2020 - 2024

2020

2021

2022

  • Í vinnslu

Á tímabilinu 2015 - 2019

2015

2016

2017

2018

2019

 Á tímabilinu 2010 - 2014

2010

2011

2012

2013

2014

Á tímabilinu 2005 - 2009

2007

2008

2009