Háskólasetur Vestfjarða er 20 ára
06.01.2025
Háskólasetur Vestfjarða verður 20 ára í ár. Fyrir 20 árum börðust Vestfirðingar fyrir töluvert mörgu, malbikuðum vegum, göngum, farsímasambandi, strandveiðum og strandsiglingum, öryggi, rafmagni á jólunum, og, jú, háskóla. Ekki meira né minna en það.