Fjölmenni á opnu húsi Háskólaseturs Vestfjarða

Háskólasetur Vestfjarða fagnaði 20 árum á föstudaginn með opnu húsi í Vestrahúsi. Fleiri stofnanir í húsinu tóku þátt í fögnuðinum og var dagskráin fjölbreytt og aðsóknin fram úr vonum. Hjá Háskólasetri hófst dagskráin á aðalfundi sem hefur venjulega verið haldinn í maí ár hvert, en var í tilefni afmælisársins haldinn nær stofndegi Háskólaseturs og samtvinnaður við opið hús.

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða og opið hús

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða verður haldinn n.k. föstudag, 14.03.2025 kl. 13:00. Fundurinn er opinn gestum. Skv. skipulagsskrá Háskólaseturs þarf aðalfundurinn haldinn seinast í maí ár hvert og hingað til hefur hann alltaf verið haldinn í maí. Í tilefni afmælisársins var ákveðið að halda aðalfund sem næst upprunalega stofndeginum og heiðra um leið stofnaðilana og það djarfa framtak að stofna sjálfseignarstofnunina Háskólasetur Vestfjarða.

Researching Justice in Greenland’s Blue Economy: My Journey from Nuuk to Narsaq

I’m Tabea Maria Jacob, a second-year student in the Coastal and Marine Management master’s program at the University Centre of the Westfjords. My academic background is in sociology and psychology, and my research interests bring together both natural and social sciences, particularly in the areas of the Blue Economy, fisheries, social justice, and equity.

Brianna Cunliffe hlýtur styrk fyrir verkefni um orkuseiglu á Vestfjörðum

Brianna Marie Cunliffe, meistaranemi á fyrsta ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið 350.000 kr. rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt sem heitir “Orkuáætlun með þátttöku almennings til að byggja upp seiglu á Vestfjörðum”

Sagan öll: Hnöttur er aldrei á hvolfi

Sagan öll – eða það óumflýjanlega óvísindalega í akademískri starfsemi. Háskólasetur Vestfjarða á stórafmæli í ár. Á þeim tuttugu árum hefur margt gerst sem skrifað hefur verið í ársskýrslur og tíundað á vefsíðu, samfélagsmiðlum og Bæjarins Besta. En sumt hefur aldrei verið sagt. Sögur sem ekki þótti þess virði að skrifa niður. Sögur sem eru einum of mannlegar. Það ólýsanlega fyndna í hinni alvarlegu akademísku starfsemi. Sagan sem er ómögulega alvarlega takandi. Undir yfirskriftinni "Sagan öll" tökum við hér saman nokkrar af þeim og það þarf ekki að taka þær alvarlega, það er bara viðeigandi að rifja upp skemmtilegar sögur á afmælishátíðum.

Christoph Pfülb meistaranemi fær styrk til að kanna sjálfboðaliðastarf og áhættustýringu á Íslandi

Það er ánægjulegt að segja frá því að Christoph Pfülb, meistaranemi á öðru ári í Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða hefur hlotið rannsóknarstyrk frá Byggðastofnun fyrir lokaverkefnið sitt „Sjálfboðaliðastarf og áhættustýring á Íslandi: Rannsókn á hlutverki staðartengsla og staðbundinnar þátttöku í björgunarsveitum og hjálparstarfi“.

Háskólasetur Vestfjarða er 20 ára

Háskólasetur Vestfjarða verður 20 ára í ár. Fyrir 20 árum börðust Vestfirðingar fyrir töluvert mörgu, malbikuðum vegum, göngum, farsímasambandi, strandveiðum og strandsiglingum, öryggi, rafmagni á jólunum, og, jú, háskóla. Ekki meira né minna en það.