Námskeið um svæðishagkerfi

Dr. Josefina Syssner
Dr. Josefina Syssner

Námskeið um svæðishagkerfi hófst í síðustu viku við Háskólasetur Vestfjarða.

Námskeiðið fjallar um áskoranir og lausnir fyrir dreifbýl og afskekkt samfélög í hnattrænu hagkerfi. Farið verður yfir stefnumótun til efnahagslegrar fjölbreytni og uppbyggingar seiglu. Einnig verður fjallað um mismunandi hagkerfi og hlutverk stjórnvalda og stofnana, ásamt efnahagslegum verkfærum og stefnum. Námskeiðið byggir bæði á klassískum hagfræðikenningum og nýstárlegum hugmyndum. Það sameinar fræðilegan grunn og hagnýt dæmi um sjálfbæra efnahagsþróun.

Kennari námskeiðsins er Dr. Josefina Syssner. Josefina er rannsakandi og prófessor í mannfræðilegri landafræði við Centre for Local Government Studies við Háskólann í Linköping. Rannsóknir hennar beinast að mestu að stefnumótun, skipulagi og þróun á sveitarstjórnarstigi á Norðurlöndum – einkum á strjálbýlum svæðum, svæðum með minnkandi íbúafjölda og aðra landfræðilega ókosti.

Frekari upplýsingar um námskeiðið má finna hér.

Öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur eru opin gestanemum, skiptinemum og fólki úr atvinnulífinu og eru hluti af tveimur alþjóðlegum þverfaglegum meistaranámsleiðum, haf- og strandsvæðastjórnun, og sjávarbyggðarfræði.