Síðastliðinn föstudag luku nemendur okkar síðasta áfanga misserisins, sem ber heitið „Auðlindahagkerfi og st
efnumótun“ þar sem þeir lærðu margt um umhverfishagfræði.
Áfanginn kynnir nemendum grunnreglur skynsamlegrar nýtingar og verndar umhverfisgæða út frá nýklassískri nálgun umhverfishagfræðinnar. Fjallað er um helstu leiðir sem markaðurinn bregst þegar kemur að umhverfismálum, auk þess sem kostir og gallar ólíkra efnahagslegra stjórntækja til að leiðrétta slíka markaðsbresti eru ræddir. Áhersla er lögð á kostnaðar- og ábatagreiningu, bæði út frá smærri verkefnum og stærri viðfangsefnum, svo sem baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Nemendur fá jafnframt kynningu á þeim aðferðum sem umhverfishagfræðingar beita þegar þeir leitast við að meta verðmæti umhverfisins og breytingar á gæðum þess.
Kennari áfangans er Dr. David Cook, sem starfar nú sem nýdoktor við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snúa að tengslum hagkerfa, velferðar manna og sjálfbærni, með sérstakri áherslu á verðmat og stjórnun vistkerfaþjónustu á norðurslóðum. Hann er einnig starfandi lektor í umhverfishagfræði við Háskóla Íslands. Árið 2018 lauk hann doktorsprófi í umhverfis- og auðlindafræðum frá Háskóla Íslands, þar sem doktorsverkefni hans snerist um þróun hagfræðilegs líkans til að meta umhverfiskostnað við nýtingu jarðvarma.
Eftir kennslu á föstudaginn héldum við okkar árlega „jólaslútt“ – þar sem við endum misserið formlega og fögnum því sem nemendur hafa áorkað. Sumir þeirra eru einnig á leið heim í jólafrí, þannig að þetta var gott tækifæri til að kveðjast að sinni. Fræðslustjóri okkar, Astrid, útbjó dýrindis heitt súkkulaði, jólasmákökur og klementínur .
Við hlökkum til komandi misseris og að taka á móti öllum aftur í janúar, vel úthvíldum og spenntum fyrir vorönn.