Á þessari síðu birtast staðlaðar upplýsingar um íbúðir á einkamarkaði í samráði við leigusala sem hafa gefið sig fram. Húsnæði í boði eru venjulega íbúðir þar sem nemendur deila með hvorum öðrum eldhúsi og baðherbergi. Á síðunni eru að jafnaði ekki gefin nöfn og netföng en skrifstofa Háskólaseturs miðlar þeim til nemenda sem hafa fengið staðfestingu um skólavist ef þess er óskað. Hægt er að hafa samband við skrifstofu Háskólaseturs hér.

Nemendur og húseigendur eru hvattir til að gera með sér skriflegan leigusamning. Nemendur skulu kanna vel hvað fylgir herbergjunum, t.d. sængur, sængurföt osfrv.

Flestar íbúðir eru á Eyrinni og er 5-10 mínútna ganga til Háskólaseturs. Íbúðir í efri byggðum eru í 15-20 mínútna göngufjarlægð og íbúðir í Holtahverfi og Hnífsdal eru í hjólafjarlægð þegar veður leyfir. Til að búa í þorpunum í kring sem flest eru í 10-20 km fjarlægð þarf á bíl að halda.

Einnig er hægt að auglýsa eftir leigunúsnæði í Facebook hópnum Húsnæði Til leigu/Sölu Ísafjörður og nágrenni.

Aðalstræti 11: Sameiginleg íbúð

Tegund: Deilt húsnæði, tveggja hæða íbúð í einbýlishúsi, 8 nemendur hámark

Verð: Ekki gefið upp

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: 4/1

Aðstaða: Húsgögn, fullbúið eldhús, þvottavél og internet. 

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Nei

Staðsetning: Sjáðu staðsetningu á korti.

Lýsing: Þessi íbúð er einn af húsnæðisvalkostum sem eru næst Háskólasetri Vestfjarða. Í íbúðinni eru 2 rúmgóð eldhús, notaleg stofa og þokkalega stór sérherbergi í tveimur stærðum með rúmi, gluggatjöldum og fataskáp. Það er eitt baðherbergi á hverri hæð. Baðherbergið á neðri hæðinni er frekar lítið, með sturtu, vaski, klósetti og skáp. Íbúðin er einnig með þvottavél og gott geymslupláss. Háskólasetur Vestfjarða og öll þjónusta í miðbænum er í göngufæri.

Fleiri myndir af Aðalstræti 11

 

Aðalstræti 26a: Sameiginleg íbúð A

Þessi íbúð á tveimur hæðum er staðsett í miðbæ Ísafjarðar. Í byggingunni eru þrjár sér stúdentaíbúðir (íbúð A, B og C).

Íbúð A er á annari hæð. Í henni má finna stórt eldhús með uppþvottavél, notalega stofu með húsgögnum, baðherbergi með baðkari, þokkalega stór einstaklings svefnherbergi með rúmi, skrifborði, gardýnum og fataskáp. Svefnherbergin eru öll á annari hæð og brattar tröppur eru frá eldhúsi upp á aðra hæð. Í öllum svefnherbergjum er ris, í stærsta herberginu er innangengur fataskápur. Uppþvottavél og þurrkari eru í íbúðinni.

Háskólasetur Vestfjarða og öll þjónusta í miðbæ eru í göngufjarlægð, til að mynda er bókabúð, stjórnsýsluhúsið og þónokkrar búðir á svæðinu aðeins í mínútu fjarlægð

Tegund: Íbúð í einbýli með þremur öðrum íbúðum

Verð: 65-80.000 ISK/nemandi á mánuði (fer eftir stærð herbergis 

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: hámark 3/1

Aðstaða: Húsgögn, fullbúið eldhús, þvottavél, þurrkari, internet, handklæði og rúmföt

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Nei

Sjáðu húsið á korti hér.

Fleiri myndir af Aðalstræti 26a: Íbúð A

Aðalstræti 26b: Sameiginleg íbúð B

Þessi íbúð á tveimur hæðum er staðsett í miðbæ Ísafjarðar. Í byggingunni eru þrjár sér stúdentaíbúðir (íbúð A, B og C).

Íbúð B er á annari hæð. Í henni má finna stórt eldhús með uppþvottavél, notalega stofu með húsgögnum, borðstofu með borði og stólum, þokkalega stór einstaklings svefnherbergi með rúmi, skrifborði, gardýnum og fataskáp. Baðherbergið er lítið, með sturtu, vaski, klósetti og litlum skáp. Þvottavél er í eldhúsí. Auka geymslupláss má finna í íbúðinni.

Háskólasetur Vestfjarða og öll þjónusta í miðbæ eru í göngufjarlægð, til að mynda er bókabúð, stjórnsýsluhúsið og þónokkrar búðir á svæðinu aðeins í mínútu fjarlægð

Tegund: Íbúð í einbýli með þremur öðrum íbúðum

Verð: 60-75.000 ISK/nemandi á mánuði (fer eftir stærð herbergis

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: hámark 3/1

Aðstaða: Húsgögn, fullbúið eldhús, þvottavél, þurrkari, internet, handklæði og rúmföt

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Nei

Sjáðu húsið á korti hér.

Fleiri myndir af Aðalstræti 26a: Íbúð B

Aðalstræti 26a: Sameiginleg íbúð C

Þessi íbúð á jarðhæð er staðsett í miðbæ Ísafjarðar. Í byggingunni eru þrjár sér stúdentaíbúðir (íbúð A, B og C).

Íbúð C er á jarðhæð. Í íbúðinni er stórt eldhús, hugguleg stofa með húsgögnum, borðstofa með borðstofuborði og stólum, þokkalega stór svefnherbergi með rúmi, skrifborði, gluggatjöldum og fataskáp. Í íbúðinni er lítil baðherbergi með klósetti, sturtu, vaski og litlum skáp. Þvottavél er í eldhúsi. Auka geymslupláss er í íbúðinni.

Háskólasetur Vestfjarða og öll þjónusta í miðbæ eru í göngufjarlægð, til að mynda er bókabúð, stjórnsýsluhúsið og þónokkrar búðir á svæðinu aðeins í mínútu fjarlægð

Tegund: Íbúð í einbýli með þremur öðrum íbúðum. Tvö þokkalega stór herbergi og eitt stærra.

Verð: 75-95.000 ISK/nemandi á mánuði (fer eftir stærð herbergis

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: hámark 3/1

Aðstaða: Húsgögn, fullbúið eldhús, þvottavél, þurrkari, internet, handklæði og rúmföt

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Nei

Sjáðu húsið á korti hér.

Fleiri myndir af Aðalstræti 26a: Íbúð C

Hrannargata 4: Sameiginleg íbúð

Tegund: Deilt húsnæði, þrjú herbergi.

Verð: Fer eftir herbergi

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: 3/1 eldhúsi, 3/2 klósetti, 3/1 sturtu

Aðstaða: Internet, þvottavél, ísskápur og fullbúið eldhús

Þrifaþjónusta: Nei

Garður:

Staðsetning: Sjáðu staðsetningu á korti.

Lýsing: Þetta litríka fjagra hæða hús er miðsvæðis á Ísafirði og í einkaeigu. Háskólasetrið og helstu verslanir eru í göngufæri. Gengið er inn í bygginguna í gegnum garðinn þar sem komið er inn á fyrstu hæð þar sem er eldhús, setustofa og baðherbergi. Stigagangur í gömlum stíl leiðir upp á aðra hæð þar sem eru þrjú mis stór einkaherbergi. Öll herbergin eru með rúm, borð, stól, fataskáp og gardýnur. Hægt er að óska eftir viðbótar geymsluplássi í garðinum í útigeymslu.

Fleiri myndir af Hrannargötu 4

Silfurgata 5 - Studíó íbúð (FULLBÓKUÐ)

Þessi bygging er staðsett miðsvæðis á Ísafirði og er stundum kölluð norska bakaríið. Háskólasetrið og helstu verslanir eru í göngufæri. Stúdíóíbúðin er á fyrstu hæð og er með sérinngangi. Parket er á gólfinu og amerískt rúm er í svefnaðstöðunni. Í íbúðinn er flatskjár, helstu húsgögn, fullbúið eldhús með tveggja hellu eldavél, örbylgjuofni og fleira. Internet fylgir íbúðinni. 

Eigandi hússins hefur gjarnan aðstoðað leigendur við að sækja um húsnæðisbætur. 

Fleiri myndir af Silfurgötu 5 - Stúdíó

Silfurgata 5 - Sameiginleg íbúð (efri hæð)

Þessi fullbúna íbúð á annari hæð hentar sérstaklega vel nemendum sem vilja upplifa miðbæjarstemmninguna á Ísafirði. Gott netsamband er í íbúðinni. Sérherbergi eru í íbúðinni sem veita næði til lærdóms og svo er einnig sameiginlegt rými þar sem nemendur og vinir get átt góðar stundir saman.

 Öll herbergin eru vel hljóðeinangruð og eru með parket á gólfi, amerísk rúm og helstu húsgögn. Sameiginlegt eldhús er fullbúið og er með stórum ísskápi og frysti. Stærri herbergin þrjú eru með sér vaski og rennandi vatni. Háskólasetur og önnur þjónusta er í göngufæri, til að mynda matvörubúð og sundlaug.

Íbúðin er skráð þannig hægt er að sækja um húsnæðisbætur. Hægt er að hafa beint samband við leigusala: freyr.olafsson@gmail.com

Fleiri myndir Silfurgata 5 - Efri hæð

Silfurgata 5 - Sameiginleg íbúð (jarðhæð)

Þessi fullbúna íbúð á jarðhæð hentar sérstaklega vel nemendum sem vilja upplifa miðbæjarstemmninguna á Ísafirði. Gott netsamband er í íbúðinni. Sérherbergi eru í íbúðinni sem veita næði til lærdóms og svo er einnig sameiginlegt rými þar sem nemendur og vinir get átt góðar stundir saman.

Öll herbergin eru vel hljóðeinangruð og eru með parket á gólfi, ný amerísk rúm og helstu húsgögn. Inngangur í íbúð er með gólfhita. Sameiginlegt eldhús er fullbúið og er með frysti og þvottavél. Háskólasetur og önnur þjónusta er í göngufæri, til að mynda matvörubúð og sundlaug.

Íbúðin er skráð þannig hægt er að sækja um húsnæðisbætur. Hægt er að hafa beint samband við leigusala: freyr.olafsson@gmail.com

Fleiri myndir af Silfurgötu 5 - Jarðhæð

Sólgata 9: Studíó íbúð A

Þessi nýuppgerða bygging í miðbæ Ísafjarðar er þekkt sem Gúttó. Háskólasetur Vestfjarða og önnur þjónusta eru í göngufjarlægð. Í húsinu eru fjórir möguleikar á húsnæði, björt og og hugguleg stúdíóíbúð, tvær íbúðir með svefnherbergi og ein 4ja herbergja íbúð. 

Tegund: Stúdíó íbúð vinstra megin í húsinu með sérinngangi

Verð: 170.000 ISK/mánuði

Aðstaða: Fullbúið eldhús með ofni, hellu, uppþvottavél, ísskáp, frysti, örbylgjuofni og fleira. Í íbúðinni er rúm sem er hægt að fella inn í vegg.

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Einkagarður

Fleiri myndir af Sólgötu 9: Studíó Íbúð A

Sólgata 9: Sameiginleg Íbúð D

Þessi nýuppgerða bygging í miðbæ Ísafjarðar er þekkt sem Gúttó. Háskólasetur Vestfjarða og önnur þjónusta eru í göngufjarlægð. Í húsinu eru fjórir möguleikar á húsnæði, björt og og hugguleg stúdíóíbúð, tvær íbúðir með svefnherbergi og ein 4ja herbergja íbúð.

Tegund: Sameiginleg íbúð með fjórum herbergjum. Sérinngangur á hlið hússins

Verð: 70.000-80.000 ISK/mánuði

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: 4 nemendur á móti einu eldhúsi og baðherbergi með sturtu

Aðstaða: Fjögur sérherbergi með húsgögnum, sameiginlegt rými í íbúðinni, sameiginlegt eldhús með eldhúsáhöldum, ísskáp, frysti, uppþvottavél og örbylgjuofni. Í baðherbergi er sturta, þvottavél og þurrkari. Auka geymslupláss í boði. 

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Nei

Myndir af Sólgötu 9: Sameiginleg íbúð D (sameiginlegt rými)

Myndir af Sólgötu 9: Sameiginleg íbúð D (herbergi 1)

Myndir af Sólgötu 9: Sameiginleg íbúð D (herbergi 2)

Myndir af Sólgötu 9: Sameiginleg íbúð D (herbergi 3)

Myndir af Sólgötu 9: Sameiginleg íbúð D (herbergi 4)

Þvergata 4: Sameiginleg íbúð

Tegund: Tveggja hæða íbúð í einkahúsi, deilt húsnæði. 2 nemendur/par hámark. 

Verð: 180.000 ISK fyrir húsið eða 90.000 fyrir herbergi

Hlutfall nemenda á móti eldhúsi/klósetti: 2/1

Aðstaða: Húsgögn, fullbúið eldhús með uppþvottavél, þvottavél og þurrkari eru í íbúðinni og sjónvarp og internet. 

Þrifaþjónusta: Nei

Garður: Sólpallur

Sjáið húsið á korti hér.

Lýsing

Tveggja hæða uppgert hús með tveimur herbergju og stofu á efri hæð, hentar tveimur nemendum, pari eða fjölskyldu. Eldhús, borðstofa og klósett er á jarðhæð. Rafmagn, vatn og internet er innifalið í leiguverðinu. Það eru tvær íbúðir í húsinu og hver íbúð er með sér inngang.

Húsið er í gamla bænum á Ísafirði, nálægt höfninni, aðalgötunni, Háskólasetrinu og helstu verslunum. Háskólasetrið er í 5-10 mín göngufjarlægð.

Fleiri myndir af Þvergötu 4