31.08.2025
Á morgun hefst námskeið í vistfræði haf- og strandsvæða hjá Háskólasetri Vestfjarða.
27.08.2025
Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast mánudaginn 1. september og munu 18 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Að venju eru umfjöllunarefnin afar áhugaverð og fjölbreytt. Varnirnar eru opnar almenningi og fara fram í Háskólasetri. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og má finna hlekkina í töflunni hér að neðan.
25.08.2025
Í dag hefst námskeið í fræðilegum skrifum hjá Háskólasetri Vestfjarða. Á námskeiðinu, sem kennt er sem röð málstofa yfir önnina, eru nemendur kynntir fyrir fræðilegu starfi á framhaldsstigi.
24.08.2025
Á morgun hefst námskeiðið íslenskt samfélag og náttúra, hjá Háskólasetri Vestfjarða.
22.08.2025
Í dag og á morgun eru haldnir nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar sem tekið er á móti fjölbreyttum hópi meistaranema og nýtt skólaár sett.
21.08.2025
Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema.
12.08.2025
Starfsnemar frá Hálskólanum í Toulon í Frakklandi hafa lokið starfsnámi við Háskólasetrið sem hefur staðið frá miðjum apríl sl. Nemarnir unnu við útfærslu á leiðum við að hagnýta gögn frá Copernicus stofnuninni. Gögnin voru opin líkana- og mæligögn um hreyfingar í hafísbreiðunni, veður- og hafgögn ásamt lífefnagögnum um frumframleiðni í hafinu.
06.08.2025
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Dr. Catherine Chambers hefur verið ráðin forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Catherine er með doktorsgráðu frá Háskóla Alaska, Fairbanks frá 2016, meistaragráðu í dýravistfræði frá Southern Illinois Háskóla frá 2008 og bakkalárgráðu frá Drake-háskólanum frá 2004. Hún er með töluverða reynslu af kennslu auk þess að hafa starfað sem leiðbeinandi nema í meistararitgerðum þeirra.
28.07.2025
Hin árlegu íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða eru nú í fullum gangi og í ár sækja rúmlega 70 þátttakendur frá öllum heimshornum námskeiðin.
11.07.2025
Hjá Háskólasetri Vestfjarða hafa verið auglýst stöðugildi fagstjóra og vefstjóra og eru ástæður ánægjulegar, enda viðbót. Ráðningarnefnd um stöðu fagstjóra ákvað að ráða Randall Morgan Greene sem fagstjóra meistaranáms í byggðafræði. Morgan hefur unnið í mjög svipuðu starfi í Íslensku orkuháskóla Háskólans í Reykjavík á árunum 2015-2023. Sérsvið hans er hagfræði, stjórnmálafræði og sjálfsagt orkumál, en hann rannsakar í doktorsritgerð sinni viðhorf til orkuskipta. Morgan Greene mun hefja störf í haust og mun flytja til Vestfjarða frá Kópavogi ásamt fjölskyldu.