12.08.2025
Starfsnemar frá Hálskólanum í Toulon í Frakklandi hafa lokið starfsnámi við Háskólasetrið sem hefur staðið frá miðjum apríl sl. Nemarnir unnu við útfærslu á leiðum við að hagnýta gögn frá Copernicus stofnuninni. Gögnin voru opin líkana- og mæligögn um hreyfingar í hafísbreiðunni, veður- og hafgögn ásamt lífefnagögnum um frumframleiðni í hafinu.
06.08.2025
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Dr. Catherine Chambers hefur verið ráðin forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða. Catherine er með doktorsgráðu frá Háskóla Alaska, Fairbanks frá 2016, meistaragráðu í dýravistfræði frá Southern Illinois Háskóla frá 2008 og bakkalárgráðu frá Drake-háskólanum frá 2004. Hún er með töluverða reynslu af kennslu auk þess að hafa starfað sem leiðbeinandi nema í meistararitgerðum þeirra.
28.07.2025
Hin árlegu íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða eru nú í fullum gangi og í ár sækja rúmlega 70 þátttakendur frá öllum heimshornum námskeiðin.
11.07.2025
Hjá Háskólasetri Vestfjarða hafa verið auglýst stöðugildi fagstjóra og vefstjóra og eru ástæður ánægjulegar, enda viðbót. Ráðningarnefnd um stöðu fagstjóra ákvað að ráða Randall Morgan Greene sem fagstjóra meistaranáms í byggðafræði. Morgan hefur unnið í mjög svipuðu starfi í Íslensku orkuháskóla Háskólans í Reykjavík á árunum 2015-2023. Sérsvið hans er hagfræði, stjórnmálafræði og sjálfsagt orkumál, en hann rannsakar í doktorsritgerð sinni viðhorf til orkuskipta. Morgan Greene mun hefja störf í haust og mun flytja til Vestfjarða frá Kópavogi ásamt fjölskyldu.
10.07.2025
Dagana 28. júní til 6. júlí kom alþjóðlegur hópur nemenda og rannsakenda til Háskólaseturs Vestfjarða (HV) til að taka þátt í ISLAs sumarnámskeiði 2025 – Islands as Laboratories for Sustainability, eða „eyjar sem rannsóknarstofa sjálfbærrar þróunar“.
04.07.2025
Dagana 16. til 27. júní stóð Háskólasetur Vestfjarða (HV) í fyrsta sinn fyrir sumarnámskeiði undir heitinu Summer Conference Iceland og tók á móti 16 nemendum frá þýska háskólanum FOM Hochschule für Oekonomie & Management. Námskeiðið var samstarfsverkefni HV og FOM-háskólans, þar sem bóklegt nám var fléttað saman við vettvangsferðir þar sem nemendur kynntust vestfirsku samfélagi og náttúru.
02.07.2025
Fimm sjávarverkfræðinemar frá SeaTech Toulon í Frakklandi eru nú í lokavikum fjögurra mánaða starfsnáms í Ísafirði, sem lýkur 1. ágúst. Hópurinn er hluti af langtímasamstarfi milli Háskólaseturs Vestfjarða (HV) og SeaTech Toulon, fransks háskóla sem sérhæfir sig í sjávar- og strandsvæðaverkfræði.
27.06.2025
Háskólahátíðin fór að venju fram á Þjóðhátíðardegi á Hrafnseyri, en í ár var hún sérstaklega vegleg í tilefni af 20 ára afmæli Háskólaseturs Vestfjarða.
Ræðumaður dagsins var fyrrverandi forseti Íslands (2016–2024), Guðni Th. Jóhannesson. Margrét Hallmundsdóttir, settur staðarhaldari á Hrafnseyri, innleiddi þann gamla sið að láta fjallkonuna koma fram. Gestir voru um 150 talsins og að venju var súpa og brauð ásamt kaffiveitingum.
16.05.2025
Háskólasetur Vestfjarða (HV) tekur þátt í samstarfsverkefninu „Máltæknikjarni“, sem unnið er í samstarfi við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að þróa nýjar og skilvirkar leiðir til tungumálanáms, sem eru hagkvæmar og aðgengilegar óháð búsetu. Hluti af þessu verkefni tengist sérstaklega Vestfjörðum og starfsemi HV.
14.05.2025
Það er gaman að segja frá því að Háskólasetur Vestfjarða (HV), Strandabyggð og Fine Foods Íslandica ehf á Hólmavík hafa hlotið styrk frá Evrópusambandinu sem nemur 70 þúsund evrum eða rúmum 10.3 milljónir krónum til að styðja við framkvæmd IceKelp verkefnisins á tímabilinu 2024-2026. Markmiðið er að hanna líkan fyrir sjálfbæra þararækt og blátt hagkerfi í dreifbýli. Greint er frá þessu á vef Strandabyggðar.