Fréttir

Þjónusta við fjarnema hjá Háskólasetri Vestfjarða

Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta nýtt aðstöðu Háskólaseturs Vestfjarða til að stunda nám sitt og taka próf.

Tvö stór rannsókarverkefni hefjast í dag

Í dag hefjast formlega tvö, stór rannsóknarverkefni sem Háskólasetur Vestfjarða hlaut styrki fyrir á liðnum vetri. Bæði verkefnin eru styrkt af NordForsk Sustainable Development of the Arctic sjóðnum. Dr. Matthias Kokorsch, sem fer í leyfi frá störfum fagstjóra meistaranáms í Sjávarbyggðafræði, mun leiða verkefnin sem rannsóknar- og verkefnastjóri, en hann gekk til liðs við alþjóðlegt samstarfsverkefni sem meðumsækjandi og tryggði styrkina fyrir hönd HV í harðri samkeppni.

Námskeið um svæðisumbreytingar og -þróun

Í dag hefst kennsla námskeiðsins Svæðisumbreytingar og -þróun: Félagsvísindalegar kenningar og vinnulag, hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Námskeið í vistfræði haf- og strandsvæða

Á morgun hefst námskeið í vistfræði haf- og strandsvæða hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Varnatímabil haust 2025

Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast mánudaginn 1. september og munu 18 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Að venju eru umfjöllunarefnin afar áhugaverð og fjölbreytt. Varnirnar eru opnar almenningi og fara fram í Háskólasetri. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og má finna hlekkina í töflunni hér að neðan.

Námskeið í fræðilegum skrifum hefst í dag

Í dag hefst námskeið í fræðilegum skrifum hjá Háskólasetri Vestfjarða. Á námskeiðinu, sem kennt er sem röð málstofa yfir önnina, eru nemendur kynntir fyrir fræðilegu starfi á framhaldsstigi.

Námskeiðið íslenskt samfélag og náttúra hefst á morgun

Á morgun hefst námskeiðið íslenskt samfélag og náttúra, hjá Háskólasetri Vestfjarða.

Nýnemadagar 2025

Í dag og á morgun eru haldnir nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar sem tekið er á móti fjölbreyttum hópi meistaranema og nýtt skólaár sett.

Óskum eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir gestafjölskyldum á lista fyrir SIT nema.

SeaTech starfsnemar halda heim á leið

Starfsnemar frá Hálskólanum í Toulon í Frakklandi hafa lokið starfsnámi við Háskólasetrið sem hefur staðið frá miðjum apríl sl. Nemarnir unnu við útfærslu á leiðum við að hagnýta gögn frá Copernicus stofnuninni. Gögnin voru opin líkana- og mæligögn um hreyfingar í hafísbreiðunni, veður- og hafgögn ásamt lífefnagögnum um frumframleiðni í hafinu.