Fréttir

Stúdentagarðar UW tengjast FSNET um Snerpu

Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum.

Skemmtiferðaskipin og marhálmur - varnir hefjast á morgun

Tími meistaraprófsvarna er runninn upp enn á ný. Á næstunni munu 16 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín og er margt áhugavert í boði. Varnirnar hefjast föstudaginn 1. september með tveimur áhugaverðum umfjöllunarefnum,

Góðir nýnemadagar

Nýnemadagar hófust formlega í dag þar sem tekið var á móti fjölbreyttum og skemmtilegum hópi nemenda sem hefja nú meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða. Hópurinn samanstendur af nemendum frá mörgum löndum og með ólíkan bakgrunn.

Gíslataka á morgun!

Dagskrá átaksins Gefum íslensku séns er enn fullum gangi og nú á þriðjudag er komið að Gíslatöku í Haukadal, en það er viðburður í samstarfi við Kómedíuleikhúsið.

Íslenskunámskeiðin hafin

Þá eru íslenskunámskeiðin komin á fullt eins og vanalega í ágúst. Í gær hófst þriggja vikna byrjendanámskeið sem 19 nemendur sækja.

Takið þátt í könnun fyrir Vestfirði!

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir þátttöku sem allra flestra Vestfirðinga í spurningakönnun vegna rannsóknarverkefnis um aðlögun fólks að svæðunum sem það býr á.

Spennandi starfstækifæri hjá Háskólasetri!

School for International Training (SIT) háskólann í Vermont, Bandaríkjunum, auglýsir eftir nýjum fagstjóra fyrir misserisnámið sitt á Íslandi. Um er að ræða heilsársstarf og mun viðkomandi starfa hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 10. júlí og æskilegt að viðkomandi hefji störf 1. ágúst.

Einurð og seigla í fjarnámi á Vestfjörðum

Í tilefni þess að í ár eru 25 ár liðin frá því að fjarnám við Háskólann á Akureyri hófst á Ísafirði, var haldið málþing í Háskólasetri síðastliðinn föstudag.

Háskólahátíð í stafalogni á Hrafnseyri

Venju samkvæmt fór Háskólahátíð fram á Hrafnseyri þjóðhátíðardaginn 17. júní, sem hluti af hátíðardagskránni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Óvenjustór hópur útskriftarnema tók þar við skírteinum sínum frá rektor HA og fékk útskriftarkolla Háskólaseturs, sem eru prjónaðar "skotthúfur" í þjóðlegum stíl, og er útskriftarárið grafið í kólfinn.

Fróðlegt málþing um íslenskunám innflytjenda

Málþing á vegum átaksins Gefum íslensku séns fór fram í gær í Háskólasetri, með áframhaldandi vinnustofu fyrir hádegi í dag. Mörg fróðleg erindi voru flutt á málþinginu, sem bar yfirskriftina Hvernig getur samfélag hjálpað til við máltileinkun?