Fréttir

Strandhreinsun

Sumardaginn fyrsta fóru nemendur í námskeiðinu Mengun á strandsvæðum Norðurheimskautsins í strandhreinsunarferð, ekki síst í tengslum við Dag jarðar sem var 22. apríl.

Spennandi innlegg um hækkun sjávarmáls væntanlegt

Ein niðurstaða þátttöku Háskólaseturs í NOCCA ráðstefnunni er sú að ný og spennandi vinnustofa um hækkun sjávarmáls verður væntanlega í boði fyrir nemendur á næsta ári. Í þessari viku tóku fagstjórarnir okkar þátt í sjöttu NOCCA ráðstefnunni (Nordic Conference on Climate Change Adaptation) sem haldin var í Reykjavík.

Stúdentagarðarnir rísa

Eins og mörg hafa eflaust tekið eftir er farin að koma mynd á Stúdentagarðana sem eru í byggingu við Fjarðarstræti. Húsin verða tvö og er nú keppst við að reisa annað þeirra sem á að verða tilbúið til notkunar 15. september.

Heimsókn á Þingeyri

Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum,

Þurfum að hlúa betur að vistkerfinu

Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs, leit inn í kennslustund í námskeiðinu Stjórnun verndaðra hafsvæða í morgun og hélt óformlegt erindi fyrir nemendur og starfsfólk. Halldór var á Ísafirði vegna Fagráðstefnu Skógræktar sem haldin var í Edinborgarhúsinu í gær, og notaði tækifærið til að heimsækja Háskólasetur Vestfjarða.

Gefum íslensku séns!

Átakið Íslenskuvænt samfélag - við erum öll almannakennarar hefur hlotið styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála. Þar með verður hægt að halda áfram með það góða starf sem unnið var á síðasta ári og bæta um betur í ár, með aukinni og þéttari dagskrá. Sú breyting hefur þó orðið að valið hefur verið nýtt slagorð: Gefum íslensku séns!

Þrír nemendur styrktir til sauðskinnsvinnslu

Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.

Nýsköpunarhugmyndir frá Háskólasetrinu

Þegar tilkynnt var í byrjun desember hver hlytu styrki frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða mátti sjá nokkur nöfn á blaði sem tengjast Háskólasetri Vestfjarða. Það sýnir sem er að bæði núverandi og fyrrverandi nemendur, sem og starfsfólk, Háskólasetursins eru hugmyndarík og áfjáð um að gefa af sér til samfélagsins á Vestfjörðum eftir að hafa numið og starfað hér.

Popp, kók og vísindi!

Háskólasetur tók þátt í vísindaviðburði á Patreksfirði í nóvember, sem kallaðist "Popp, kók og vísindi." Þar kom saman fræðafólk úr Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða, en það samanstendur af rannsakendum og vísindamönnum víðsvegar af Vestfjörðum.

Nýr móttökuritari hjá Háskólasetri

Ester Sturludóttir hefur verið ráðin í starf annars af tveimur móttökuriturum við Háskólasetur Vestfjarða. Ester er Ísfirðingum kunn af fyrri störfum sínum hjá Íslandsbanka og sem einkaþjálfari í Stúdío Dan. Hún er nú í námi í Viðskiptafræði á Bifröst.