Vettvangsferð nemenda í vatnsaflsvirkjunina í Engidal

Í dag fóru nemendur í námskeiðinu „Siðferði manna: Verndun og auðlindanýting“ í vettvangsferð til að heimsækja vatnsaflsvirkjun í Engidal. Elena Dís Víðsdóttir, sérfræðingur á orkusviði hjá Orkubúi Vestfjarða tók á móti hópnum. Hún sýndi þeim eldri og nýrri vatnsaflsstöðvarnar og hélt fyrirlestur um þróun vatnsafls- og jarðvarmavinnslu á Vestfjörðum. Hún sagði einnig frá nýjustu fréttum af tilraunaborunum og rannsóknum á jarðhita og hvað þær gætu þýtt fyrir svæðið nú, þegar eftir margra ára boranir fannst loks heitt vatn á Ísafirði. Hópurinn ræddi einnig siðferðileg álitamál tengd vatnsafli, svo sem áhrif á umhverfið, eignarhald lands og áskoranir svæðisins varðandi orkuöryggi. Slíkar vettvangsferðir veita nemendum dýrmæta innsýn í hvernig orkuvinnsla og nýting auðlinda tengjast siðferðislegum, umhverfislegum og byggðaþróunarlegum þáttum.

Þökkum Elenu Dís fyrir góðar móttökur!