09.09.2025			
	
	Meistaraprófsvarnir hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða eru enn í fullum gangi. Varnirnar hófust 1. september og lýkur 22. september. Þegar þeim er lokið hafa 18 nemendur kynnt og varið meistaraverkefni sín. Að venju eru umfjöllunarefnin afar áhugaverð og fjölbreytt. Varnirnar eru opnar almenningi og fara fram í Háskólasetri. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og má finna hlekkina í töflunni hér að neðan.
 
	
		
		
		
			
					06.09.2025			
	
	Nemendum sem hófu nám í Haf- og strandsvæðastjórnun og Sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða í ágúst, ásamt meistaranemum frá SIT (School of International Training) var boðið í nýnemaferð á dögunum til að hrista hópinn saman. Fagstjórar meistaranámsleiðanna beggja, Brack Hale og Randall Morgan Greene fóru með hópnum, en auk þess Jill Welter, kennari SIT hópsins og Íris Hrund Halldórsdóttir, sem kenndi meistaranemum HV fyrstu vikuna.
 
	
		
		
		
			
					04.09.2025			
	
	Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta nýtt aðstöðu Háskólaseturs Vestfjarða til að stunda nám sitt og taka próf.
 
	
		
		
		
			
					01.09.2025			
	
	Í dag hefjast formlega tvö, stór rannsóknarverkefni sem Háskólasetur Vestfjarða hlaut styrki fyrir á liðnum vetri. Bæði verkefnin eru styrkt af NordForsk Sustainable Development of the Arctic sjóðnum. Dr. Matthias Kokorsch, sem fer í leyfi frá störfum fagstjóra meistaranáms í Sjávarbyggðafræði, mun leiða verkefnin sem rannsóknar- og verkefnastjóri, en hann gekk til liðs við alþjóðlegt samstarfsverkefni sem meðumsækjandi og tryggði styrkina fyrir hönd HV í harðri samkeppni.
 
	
		
		
		
			
					01.09.2025			
	
	Í dag hefst kennsla námskeiðsins Svæðisumbreytingar og -þróun: Félagsvísindalegar kenningar og vinnulag, hjá Háskólasetri Vestfjarða.
 
	
		
		
		
			
					31.08.2025			
	
	Á morgun hefst námskeið í vistfræði haf- og strandsvæða hjá Háskólasetri Vestfjarða.
 
	
		
		
		
			
					27.08.2025			
	
	Nú er aftur komið að meistaraprófsvörnum hjá nemendum Háskólaseturs Vestfjarða. Varnirnar hefjast mánudaginn 1. september og munu 18 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín á næstu vikum. Að venju eru umfjöllunarefnin afar áhugaverð og fjölbreytt. Varnirnar eru opnar almenningi og fara fram í Háskólasetri. Einnig er hægt að fylgjast með á zoom og má finna hlekkina í töflunni hér að neðan.
 
	
		
		
		
			
					25.08.2025			
	
	Í dag hefst námskeið í fræðilegum skrifum hjá Háskólasetri Vestfjarða. Á námskeiðinu, sem kennt er sem röð málstofa yfir önnina, eru nemendur kynntir fyrir fræðilegu starfi á framhaldsstigi.
 
	
		
		
		
			
					24.08.2025			
	
	Á morgun hefst námskeiðið íslenskt samfélag og náttúra, hjá Háskólasetri Vestfjarða.
 
	
		
		
		
			
					22.08.2025			
	
	Í dag og á morgun eru haldnir nýnemadagar hjá Háskólasetri Vestfjarða, þar sem tekið er á móti fjölbreyttum hópi meistaranema og nýtt skólaár sett.