Fréttir

Mikil dagskrá framundan

Átakið Gefum íslensku séns er komið í sumargírinn og ýmislegt áhugavert á dagskrá á næstunni eins og sjá má á meðfylgjandi veggspjaldi.

Sendiherra í heimsókn

Sendiherra Kanada á Íslandi, Jeannette Menzies, heimsótti Háskólasetur Vestfjarða í dag og ræddi við bæði nemendur og starfsfólk um áframhaldandi og aukið samstarf við kanadískar stofnanir.

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2023 fór fram föstudaginn 5. maí. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fóru fram bæði kosning stjórnar og kjör formanns fulltrúaráðs.

Fræðadvöl í Grímshúsi - opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Fræðadvölin er samvinnuverkefni Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, Háskólaseturs Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólanna í Reykjavík og á Akureyri, Kerecis og Hringborðs Norðurslóða.

Nemendur læra um "snjallfækkun"

Nemendahópur frá Háskólasetri Vestfjarða er lagður af stað áleiðis til Lettlands og Litháens þar sem hann tekur þátt í Nordplus námskeiði um fólksfækkun í smærri byggðum.

Einingarnar frá Eistlandi komnar

Það var mikið um að vera á höfninni á Ísafirði þegar einingarnar fyrir aðra byggingu stúdentagarðanna voru affermdar. Um er að ræða einingarhús sem koma forsmíðuð frá fyrirtækinu Seve í Eistlandi og koma allir smiðirnir sem að verkinu vinna einnig þaðan.

Strandhreinsun

Sumardaginn fyrsta fóru nemendur í námskeiðinu Mengun á strandsvæðum Norðurheimskautsins í strandhreinsunarferð, ekki síst í tengslum við Dag jarðar sem var 22. apríl.

Spennandi innlegg um hækkun sjávarmáls væntanlegt

Ein niðurstaða þátttöku Háskólaseturs í NOCCA ráðstefnunni er sú að ný og spennandi vinnustofa um hækkun sjávarmáls verður væntanlega í boði fyrir nemendur á næsta ári. Í þessari viku tóku fagstjórarnir okkar þátt í sjöttu NOCCA ráðstefnunni (Nordic Conference on Climate Change Adaptation) sem haldin var í Reykjavík.

Stúdentagarðarnir rísa

Eins og mörg hafa eflaust tekið eftir er farin að koma mynd á Stúdentagarðana sem eru í byggingu við Fjarðarstræti. Húsin verða tvö og er nú keppst við að reisa annað þeirra sem á að verða tilbúið til notkunar 15. september.

Heimsókn á Þingeyri

Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum,