Á morgun hefst námskeið í vistfræði haf- og strandsvæða hjá Háskólasetri Vestfjarða. Að skilja tengsl milli lífvera og umhverfis er mikilvægt fyrir árangursríka nýtingu og stjórnun náttúruauðlinda.
Á námskeiðinu verða skoðaðar vistfræðilegar meginreglur bæði vistfræði íbúa og samfélags og leitast við að setja vistfræðilega þekkingu í víðara samhengi þeirra fjölmörgu alþjóðlegu umhverfisáskorana sem við stöndum frammi fyrir í dag. Sérstaklega er áhersla lögð á tempruð vistkerfi og pólvistkerfi, þar á meðal (ferils)athuganir um lífríki hafs og stranda íslenska vistkerfisins. Umræðutímar og ritunarverkefni verða notuð til þess að dýpka skilning og notkun á völdum fræðilegum og hagnýtum hugtökum og nálgunum, sem og til að þjálfa nemendur í að lesa og skrifa vísindagreinar.
Markmið námskeiðsins eru m.a. að nemendur geti talið upp og skilgreint algengar vistfræðilegar rannsóknaraðferðir og viðurkennt algengar beitingar, kosti og galla ólíkra aðferða, þekki núverandi rannsóknir sem styðjast við þekkingu á afleiðingum mannlegra áhrifa á vistkerfi sjávar og geti metið og borið mótvægisaðgerðir saman við áhrif manna á vistkerfi sjávar.
Kennari námskeiðsins er Dr. Filipa Samarra en hún er er atferlisvistfræðingur með sérstakan áhuga á félags- og fæðuöflunarvistfræði sjávarspendýra og hljóðrænni samskiptatækni þeirra. Rannsóknir hennar beinast að vistfræðilegum og atferlislegum breytileika innan tegunda, samskiptum milli tegunda og áhrifum umhverfisbreytinga. Stór hluti vinnu hennar snýr að háhyrningum, sem trónir efst í fæðukeðju hafsins, sem hluti af elsta samfellda vöktunar- og rannsóknarverkefni á háhyrningum á Íslandi, Icelandic Orca Project.
Við minnum á að öll meistaranámskeið sem kennd eru við Háskólasetur Vestfjarða eru opin þátttakendum jafnt frá háskólum sem atvinnulífi. Hafir þú áhuga á að sækja stök námskeið hjá Háskólasetri getur þú kynnt þér kennsluskrána okkar og sent inn umsókn um stakt námskeið.