Nemendur rannsaka sjávarspendýr á Húsavík

Meistaranemar Háskólaseturs Vestfjarða hafa í mörg ár tekið þátt í vettvangsnámskeiði á Húsavík sem er haldið yfir sumartímann á vegum Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík. Námskeiðið kallast “Aðferðir við rannsóknir á sjávarspendýrum” og er hluti af Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ. Fram kemur á vef að 25 nemendur frá ýmsum löndum tóku þátt í námskeiðinu í ár og var stór hluti þeirra nemendur Háskólaseturs. Nemendur Háskólaseturs taka þátt í námskeiðinu sem gestanemar, en fyrir rúmlega 10 árum stofnuðu ríkisháskólar með sér kerfi sem auðveldar gestanemum töluvert að taka stök námskeið í öðrum háskólum. Háskólasetur Vestfjarða tekur þátt í þessu kerfi þar sem nemendur eru formlega innritaðir í HA. Í gegnum kerfið fær Háskólasetrið bæði til sín nemendur og sendir frá sér.

Í ár var í fyrsta sinn gert samkomulag milli Háskólaseturs Vestfjarða og Háskóla Íslands þar sem komið var á formlegu samstarfi um námskeiðið á Húsavík. Breytingarnar fela meðal annars í sér að tilteknum fjölda nemenda í meistaranámi í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða sé tryggður aðgangur að námskeiðinu. “Í sambandi við þetta staka vettvangsnámskeið hefur árum saman töluverður fjöldi þátttakenda komið frá Háskólasetri og er því eðlilegt að formgera samstarfið betur” - segir Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetur Vestfjarða.

Sagt er frá námskeiðinu á vef , en þar kemur fram að námskeiðið veitir nemendum einstakt tækifæri til að kynnast aðferðum sem notaðar eru við rannsóknir á villtum hvölum og er kennslan bæði í formi fyrirlestra og vettvangsvinnu um borð í bátum hvalaskoðunarfyrirtækja og Rannsóknaseturs HÍ. Efni fyrirlestra eru hvalategundir á Norðurlandi en nemendur frá einnig þjálfun og fræðslu á vettvangi um myndgreiningu hvala, stofnstærðarmat og atferlisgreiningu svo dæmi séu tekin.

Það er einnig áhugavert að benda á það að einn kennari námskeiðsins, dr. Charla Basran, er fyrrverandi nemandi Háskólaseturs Vestfjarða og starfar nú hjá Rannsóknasetri HÍ á Húsavík. Þetta sýnir einmitt fram á hversu góð og löng tengsl Háskólasetur Vestfjarða hefur við þetta námskeið. Aðrir kennarar námskeiðsins eru dr. Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Húsavík og dr. Ole Lundquist.


Mynd frá nemendakynningu af vef HÍ

Samstarf af þessu tagi eru afar mikilvæg fyrir nemendur í námi á háskólastigi þar sem þau gera þeim kleift að öðlast reynslu á nýjum stað. Nemendur við íslenska háskóla sem hafa áhuga á því að taka námskeið á sumarönn hjá Háskólasetri Vestfjarða sem gestanemar geta skoðað úrval námskeiðanna okkar á sumarönn hér. Það er tilvalið að koma vestur um leið og námsári lýkur í öðrum háskólum, þar sem hér er mörg námskeið í lotum yfir sumartímann líka. Gestanemar geta sótt um námskeið úr tveimur þverfaglegum námsleiðum og úrvalið er breitt. Sumarönnin þín er hér!