Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum, en síðan var haldið í bátsferð til að skoða sjókvíarnar í Dýrafirði. 

Meira


Nemendur í meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun hafa nú lokið námskeiðum og eru í óða önn að hefja vinnu við lokaverkefni sín. Í meistaranáminu við Háskólasetrið fá þeir tækifæri til að útfæra meistaraprófsverkefni sín frá grunni og geta því valið sér viðfangsefni hvar sem er í heiminum. Af tuttugu og tveimur nemendum sem nú hefja vinnu við lokaverkefni munu ellefu vinna þau á Íslandi. Af þessum ellefu munu fimm vinna verkefni hér á Vestfjörðum. Hér að neðan má fræðast nánar um þessi vestfirsku rannsóknarverkefni.

Meira