Aðalfundur Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. vegna ársins 2024 verður haldinn föstudaginn 16. maí 2025 kl. 13:00 í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða.
Við hvetjum alla fulltrúa til að mæta á staðinn þar sem umræðurnar eru jafnan líflegar. Þeim sem ekki eiga heimangengt eða koma langt að er boðin þátttaka í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom – vinsamlegast hafið samband til að fá hlekkinn.
Dagskrá ársfundar
1. Skýrsla stjórnar.
2. Framlagning ársreiknings til samþykktar.
4. Breytingar á samþykktum (ef við á).
5. Tillaga um skipan stjórnar (á ekki við 2025, næst kosið 2026 því kosið er til tveggja
ára í einu)
6. Kosning endurskoðenda.
7. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
8. Inntaka nýrra aðila (ef við á) og ákvörðun um (stofn-)fé sem gilda skal á næsta ári.
9. Önnur mál.