Háskólahátíð á Hrafnseyri 2025

Á Háskólahátíð fögnum við með þeim nemendum sem útskrifast úr meistarnámi hjá Háskólasetri, sem og fjarnemum af Vestfjörðum.

Skólaárið 2024/2025 hafa 28 meistaranemendur skilað lokaverkefnum í sjávarbyggðafræði og haf- og strandsvæðastjórnun. Báðar námsleiðir eru kenndar hjá Háskólasetri Vestfjarða í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Formleg útskrift er frá HA, en Háskólasetrið efnir til Háskólahátíðar á Hrafnseyri þann 17. júni 2025, líkt og fyrri ár, þar sem útskriftarnemendur fá afhent prófskírteinin. Háskólasetur Vestfjarða býður einnig velkomna alla vestfirska útskriftarnema til að samfagna á Háskólahátíðinni á Hrafnseyri.

Auk útskriftarnema bjóðum við hjartanlega velkomna alla fyrrverandi og núverandi nema, kennara, starfsmenn, stjórnarmenn og stofnaðila, sem og aðra samstarfsaðila í gegnum tíðina. Það er Háskólasetrinu mikill heiður að rektor Háskólans á Akureyri hefur tilkynnt komu sína eins og árlega. Auk þess er von á fyrri nemendum sem og kennurum og stjórnarmönnum. Við vonumst til að sjá sem flesta velunnara Háskólasetursins á þessum hátíðisdegi.

Eins og mörg hafa væntanlega heyrt hefur PEter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða ákveðið að láta af störfum á yfirstandandi ári og mun hann kveðja formlega 17. júní, þó hann muni vissulega starfa áfram allavega út sumarið. Sömuleiðis mun Guðmundur Hálfdanarson prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar, kveðja það hlutverk.

Dagskrá:
10:00-10:45       Flug Reykjavík-Ísafjörður
11:15                       Mæting í rútu fyrir framan Háskólasetrið
11:30                      Brottför rútu Ísafjörður-Hrafnseyri (skráning)
13:00                     Guðsþjónusta á Hrafnseyri í tilefni þjóðhátíðardagsins
13:45                     Þjóðhátíðardagskrá á Hrafnseyri. Kaffiveitingar. Súpa og brauð til sölu
14:15                      Hátíðarræða: Guðni Th Jóhannesson, fv. forseti Íslands.
                                 Aðrar ræður og ávörp, tónlist
                                 Nýr húfuflokkur, kveðja
15:30-17:00        Hátíðleg athöfn í tilefni útskriftar vestfirskra háskólanemenda
                                 Myndataka, gróðursetning
17:30                      Rúta Hrafnseyri-Ísafjörður (skráning), flugvallarskutla í boði ef skráning liggur fyrir.
18:45-19:30        Flug Ísafjörður-Reykjavík

Háskólahátíðin er opin almenningi og öll velkomin að samfagna með útskriftarnemum. Athöfnin verður úti
undir Bælisbrekku ef veður leyfir, annars inni í kapellu.

Ókeypis er í rútuna og öll velkomin meðan sæti eru laus, en nauðsynlegt er að skrá sig til að tryggja sér sæti.
Rútan tekur upp farþega á leiðinni, sé þess óskað. Brottför frá Háskólasetri verður ekki seinna en kl. 11:30,
mæting 15 mínútum fyrr.

Vinsamlegast hafið samband við reception@uw.is eða í síma 450 3040, fyrir 13. Júní 2025, til að skrá ykkur í
rútuna.