Hvað er títt?

Fréttir og tilkynningar

20.11.2023

Samspil staðartengsla og náttúruváar

Matthias Kokorsch, fagstjóri meistaranáms hjá Háskólasetri Vestfjarða og Jóhanna Gísladóttir, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands hafa verið að rannsaka samspil staðartengsla og náttúruváar sem hluti af CliCNord verkefninu. CliCNord verkefnið fjallar um hvernig hægt sé að auka getu lítilla samfélaga á Norðurlöndunum til þess að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga. Markmið verkefnisins er að skoða hversu undirbúin lítil samfélög eru til að takast á við slíkar áskoranir, hvaða skilning þessi samfélög hafa á sínum aðstæðum, hvernig hæfni íbúa getur hjálpað til við að byggja upp getu samfélagsins og í hvaða aðstæðum þessi samfélög þurfa aðstoð. Verkefnið gengur út frá því að náttúruvá mun hafa aukin áhrif á þessi samfélög vegna loftslagsbreytinga en það sem hefur verið skoðað í CliCNord verkefninu er til að mynda ofanflóð, stormar, flóð og gróðureldar. Alls eru 8 rannsóknir unnar í 5 löndum: Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Færeyjum og Íslandi.
14.11.2023

Gefum íslensku séns fær Evrópumerki

Átakið “Gefum íslensku séns” hefur hlotið viðurkenninguna Evrópumerki eða European Language Label. Viðurkenningin er fyrir tungumálakennara og/eða aðra sem koma að nýsköpun og tækniþróun í tungumálakennslu. Þau eru veitt af Mennta- og barnamálaráðuneyti og Rannís fyrir nýbreytniverkefni á sviði tungumálanáms og kennslu í samstarfi við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Evrópumerkinu er ætlað að beina athygli að frumlegum verkefnum í námi og kennslu erlendra tungumála og áhersla er lögð á nýbreytni og símenntun. Meira um Evrópumerkið er hægt að lesa hér.
11.11.2023

Rannsóknir á Vestfjörðum kynntar í Vísindaporti

Á föstudaginn 10. Nóvember var Vísindaport Háskólaseturs Vestfjarða haldið utan veggja Háskólasetursins í fyrsta sinn. Viðburðurinn var haldinn í Blábankanum á Þingeyri þar sem fræðafólk á Vestfjörðum hélt stutta fyrirlestra um nýjustu rannsóknir sínar. Fræðafólkið tilheyrir Rannsóknarsamfélagi Vestfjarða sem er opinn hópur fólks sem stundar rannsóknir á Vestfjörðum og í nærumhverfi. Fyrirlesararnir voru meðal annars frá Háskólasetri Vestfjarða, Háskóla Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða.
16.10.2023

Árneshreppur gefur íslensku séns

Margt var um að vera í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum um helgina þegar átakið „Gefum Íslensku Séns – Íslenskuvænt Samfélag“ var kynnt. Að sögn Ólafs Guðsteins Kristjánssonar, umsjónarmanns íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða snýst átakið mikið um vitundarvakningu, hvað felst í því að læra íslensku og hvernig við sem samfélag getum stuðlað að framförum fólks í íslensku og að fólk hafi tækifæri til að nota málið við sem flest tækifæri. Markmiðið átaksins er að stuðla að auknum möguleikum fólks í notkun íslensku á sem víðtækastan og fjölbreyttastan hátt, að þau sem læra málið, sama hvar á vegi þeir eru staddir, fái stuðning og skilning þeirra sem hafa vald á íslensku. Að átakinu standa Háskólasetur Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Ísafjarðarbær.
03.10.2023

Könnuðu framtíð haf- og strandsvæða á Vestfjörðum

Hópur nemenda frá Háskólasetri fór á dögunum í vettvangsferð og heimsótti Ósvör, Bolafjall og Holt í Önundafirði. Hópurinn samanstóð af nemendum úr tveimur námskeiðum sem kennd eru á sitthvorum meistaranámsleiðum. Annað námskeiðið er „People and the sea: Geographical perspectives“ sem er skyldunámskeið í sjávarbyggðafræði þar sem einblínt er á að skilja tengingu fólks við hafið með hugtökum úr landafræði. Hitt námskeiðið er „Coastal and Marine Management: Theory and Tools“ sem er skyldunámskeið í Haf- og strandsvæðastjórnun þar sem nemendur læra um kenningar, stefnumótun, löggjöf og tól í haf- og strandsvæðastjórnun.
20.09.2023

Fyrsti hópur nemenda flytur inn á stúdentagarða

Mikið fagnaðarerindi var þegar fyrsti hópur nemenda flutti inn á stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða í gær. Um er að ræða annað húsnæði af tveimur sem hefur nú verið tekið í notkun en hitt húsið er ennþá í byggingu og stefnt er að því að það verði tilbúið í haust. Formleg opnun stúdentagarða verður tilkynnt síðar.
13.09.2023

Bjarney Ingibjörg nýr verkefnastjóri Háskólaseturs

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er nýr verkefnastjóri Háskólaseturs Vestfjarða. Bjarney er fædd og uppalin á Ísafirði og kannast eflaust margir við hana úr tónlistarlífinu. Hún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri og lauk síðar framhaldsnámi í söngkennslufræðum við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Hún er einnig með lokapróf í kórstjórn frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar og hefur starfað sem tónlistarkennari í um 30 ár, lengst af við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
06.09.2023

Stúdentagarðar UW tengjast FSNET um Snerpu

Þann 1. september sl. var gengið frá nýjum samningi við Stúdentagarða Háskólaseturs Vestfjarða hses. um að Snerpa muni koma upp og sjá um allar nettengingar í stúdentagörðunum.
31.08.2023

Skemmtiferðaskipin og marhálmur - varnir hefjast á morgun

Tími meistaraprófsvarna er runninn upp enn á ný. Á næstunni munu 16 nemendur kynna og verja meistaraverkefni sín og er margt áhugavert í boði. Varnirnar hefjast föstudaginn 1. september með tveimur áhugaverðum umfjöllunarefnum,
18.08.2023

Góðir nýnemadagar

Nýnemadagar hófust formlega í dag þar sem tekið var á móti fjölbreyttum og skemmtilegum hópi nemenda sem hefja nú meistaranám við Háskólasetur Vestfjarða. Hópurinn samanstendur af nemendum frá mörgum löndum og með ólíkan bakgrunn.
14.08.2023

Gíslataka á morgun!

Dagskrá átaksins Gefum íslensku séns er enn fullum gangi og nú á þriðjudag er komið að Gíslatöku í Haukadal, en það er viðburður í samstarfi við Kómedíuleikhúsið.
01.08.2023

Íslenskunámskeiðin hafin

Þá eru íslenskunámskeiðin komin á fullt eins og vanalega í ágúst. Í gær hófst þriggja vikna byrjendanámskeið sem 19 nemendur sækja.
13.07.2023

Takið þátt í könnun fyrir Vestfirði!

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir þátttöku sem allra flestra Vestfirðinga í spurningakönnun vegna rannsóknarverkefnis um aðlögun fólks að svæðunum sem það býr á.
29.06.2023

Spennandi starfstækifæri hjá Háskólasetri!

School for International Training (SIT) háskólann í Vermont, Bandaríkjunum, auglýsir eftir nýjum fagstjóra fyrir misserisnámið sitt á Íslandi. Um er að ræða heilsársstarf og mun viðkomandi starfa hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Umsóknarfrestur er til 10. júlí og æskilegt að viðkomandi hefji störf 1. ágúst.
20.06.2023

Einurð og seigla í fjarnámi á Vestfjörðum

Í tilefni þess að í ár eru 25 ár liðin frá því að fjarnám við Háskólann á Akureyri hófst á Ísafirði, var haldið málþing í Háskólasetri síðastliðinn föstudag.
19.06.2023

Háskólahátíð í stafalogni á Hrafnseyri

Venju samkvæmt fór Háskólahátíð fram á Hrafnseyri þjóðhátíðardaginn 17. júní, sem hluti af hátíðardagskránni á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Óvenjustór hópur útskriftarnema tók þar við skírteinum sínum frá rektor HA og fékk útskriftarkolla Háskólaseturs, sem eru prjónaðar "skotthúfur" í þjóðlegum stíl, og er útskriftarárið grafið í kólfinn.
09.06.2023

Fróðlegt málþing um íslenskunám innflytjenda

Málþing á vegum átaksins Gefum íslensku séns fór fram í gær í Háskólasetri, með áframhaldandi vinnustofu fyrir hádegi í dag. Mörg fróðleg erindi voru flutt á málþinginu, sem bar yfirskriftina Hvernig getur samfélag hjálpað til við máltileinkun?
24.05.2023

Mikil dagskrá framundan

Átakið Gefum íslensku séns er komið í sumargírinn og ýmislegt áhugavert á dagskrá á næstunni eins og sjá má á meðfylgjandi veggspjaldi.
08.05.2023

Sendiherra í heimsókn

Sendiherra Kanada á Íslandi, Jeannette Menzies, heimsótti Háskólasetur Vestfjarða í dag og ræddi við bæði nemendur og starfsfólk um áframhaldandi og aukið samstarf við kanadískar stofnanir.
08.05.2023

Aðalfundur Háskólaseturs

Aðalfundur Háskólaseturs Vestfjarða 2023 fór fram föstudaginn 5. maí. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fóru fram bæði kosning stjórnar og kjör formanns fulltrúaráðs.
04.05.2023

Fræðadvöl í Grímshúsi - opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fræðadvöl í Grímshúsi á Ísafirði og er umsóknarfrestur til 1. júlí. Fræðadvölin er samvinnuverkefni Stofnunar Ólafs Ragnars Grímssonar, Háskólaseturs Vestfjarða, Háskóla Íslands, Háskólanna í Reykjavík og á Akureyri, Kerecis og Hringborðs Norðurslóða.
28.04.2023

Nemendur læra um "snjallfækkun"

Nemendahópur frá Háskólasetri Vestfjarða er lagður af stað áleiðis til Lettlands og Litháens þar sem hann tekur þátt í Nordplus námskeiði um fólksfækkun í smærri byggðum.
27.04.2023

Einingarnar frá Eistlandi komnar

Það var mikið um að vera á höfninni á Ísafirði þegar einingarnar fyrir aðra byggingu stúdentagarðanna voru affermdar. Um er að ræða einingarhús sem koma forsmíðuð frá fyrirtækinu Seve í Eistlandi og koma allir smiðirnir sem að verkinu vinna einnig þaðan.
26.04.2023

Strandhreinsun

Sumardaginn fyrsta fóru nemendur í námskeiðinu Mengun á strandsvæðum Norðurheimskautsins í strandhreinsunarferð, ekki síst í tengslum við Dag jarðar sem var 22. apríl.

Háskólasamfélagið

10.07.2023

Adapting to Change

My name is Brittaney Key, and I’m a Fulbright Fellow and master’s student in the Coastal Communities and Regional Development (CRD) program. I chose to come to Iceland for my fellowship specifically because of the CRD program and its unique inclusion of sustainability and development in a rural context.
16.06.2023

UW Abroad: Exploring the Baltic with NORDPLUS

This spring, from April 28th to May 14th, a group of 8 UW students had the opportunity to participate in a NORDPLUS trip in the Baltic region, where we joined students from universities in Finland, Lithuania, and Latvia to explore “smart shrinking” strategies for regions experiencing population decline.
08.05.2023

The Beauty in Everyday Life - Ísafjörður

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
08.05.2023

Wake Boarding Westfjords

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
08.05.2023

A Tale of One Naughty Tourist

Nýlega lauk meistaranámskeiðinu Frá auðlindahagkerfi í aðlöðunarhagkerfi: Sjávarbyggðir á tímum afþreyingar og ferðalaga sem Patrick Maher kennir. Í lok námskeiðsins bjuggu nemendur til myndbönd með þeirra sýn á Ísafjörð og nærumhverfið og útkoman urðu stórskemmtilegar stuttmyndir.
26.04.2023

A typical week in the life of two interns in Ísafjörður

Hello we are Hannah and Linda, two students from southern Germany. We are studying Public Administration at the University of Applied Sciences in Kehl. As part of our studies we are doing a three month long internship at the University Centre in Ísafjörður.
Póstlisti

Viltu fylgjast með?