Á döfinni


Meistaranemar við Háskólasetur Vestfjarða hafa tækifæri til að vinna að meistaraprófsrannsóknum sínum hvar sem er í heiminum. Þetta á bæði við námsleiðina Haf- og strandsvæðastjórnun og nýju námsleiðina Sjávarbyggðafræði. Margir nemendur kjósa engu að síður að vinna að sínum lokaverkefnum á Vestfjörðum eða annarsstaðar á Íslandi. Sumir kjósa þó að nýta þetta tækifæri og til að rannsaka efni á sínum heimaslóðum eða kanna heiminn og leggja eitthvað af mörkum í fjarlægum heimsálfum. Tvö góð dæmi um nemendur sem snúa á sínar heimaslóðir til að vinna að lokaverkefnum eru þær Jade Steel og Rheanna Drennen, nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun sem innrituðust í námið árið 2018. Báðar sneru heim til Bresku Kólumbíu í Kanada eftir að hafa lokið námskeiðum á Ísafirði og báðar hafa þær unnið að samfélagslegum rannsóknum sem tengjast verndun laxastofna í Kyrrahafinu.

Meira