Á döfinni


Dr. Brad Barr, sem lengi hefur kennt við Háskólasetur Vestfjarða sem fastur gestakennari í haf- og strandsvæðastjórnun, er nú staddur á Ísafirði í öðrum erindagjörðum en venjulega. Þessa dagana sinnir Dr. Barr rannsóknarverkefni þar sem hann kannar varðveislu og ástand hvalveiðistöðva á Íslandi. Í verkefni Dr. Barr er sjónum beint að því að kortleggja ástand sögulegra minja um hvalveiðar á Íslandi. Einnig verða settar fram tillögur að því hvernig megi varðveita minjarnar og túlka þær.   

Meira