Á döfinni

17. jún Háskólahátíð á Hrafnseyri 2019 Háskólahátíð - 11:15Undanfarin ár hefur það verið fastur liður á haustönn nýrra haf- og strandsvæðastjórnunarnema Háskólaseturs Vestfjarða að fara í vettvangsferð á afskekkt svæði í nálægð Ísafjarðar. Ferðin er daglöng og í henni kynnast nemarnir ýmsu af því besta sem náttúra Vestfjarða hefur upp á að bjóða.

Nýnemar haustsins 2017  fóru í hina árlegu ferð nú í lok september og urðu Hesteyri í Jökulfjörðum og Vigur í Ísafjarðardjúpi fyrir valinu. Ferðin tókst í alla staði vel og naut hópurinn lífríkis Vestfjarða í einmuna blíðu, eins og sjá má á myndum sem fylgja hér.

Meira