Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum, en síðan var haldið í bátsferð til að skoða sjókvíarnar í Dýrafirði. 

Meira


Náttúran í kringum Ísafjörð veitir óþrjótandi tækifæri fyrir nemendur til að sinna rannsóknum. Í raun þarf bara að fá góða hugmynd og hrinda henni í framkvæmd. Gott dæmi er meistaraprófsrannsókn Justins Brown, annars árs nemanda í haf- og strandsvæðastjórnun, sem hafði áhuga á að rannsaka hvali á Vestfjörðum. Síðastliðið sumar vann hann á hvalaskoðunarbátnum Ölver, sem rekin er af Amazing Westfjords. Samhliða vinnu sinni á bátnum safnaði Justin gögnum og kortlagði staðsetningu og ferðir hnúfubaka í Ísafjarðardjúpi. Til að auðvelda þessa gagnaöflun sótti Justin um styrk til IDEA WILD sjóðsins til að festa kaup á Mavic Air Pro dróna til að ljósmynda hvalina.

Meira