Nemendur í námskeiðinu Sjálfbært fiskeldi fengu heldur betur gott veður til að fara í heimsókn á Þingeyri á miðvikudag. Þar fóru kennararnir Peter Krost og Pierre-Olivier Fontaine með nemendur í heimsókn til Arctic Fish þar sem þeir fræddust um starfsemina og skoðuðu aðstöðu fyrirtækisins í Blábankanum, en síðan var haldið í bátsferð til að skoða sjókvíarnar í Dýrafirði. 

Meira


Rannsóknahópur frá Háskólasetri Vestfjarða og Háskóla Íslands hefur lokið við verkefni sem fram fór í sumar og fjallar um gildi kríuvarpa fyrir æðarbændur og æðardúnsrækt. Verkefnið var stutt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og var ætlað sem framhald af meistaraprófsrannsókn Eliza-Jane Morin um áhrif æðarbúskapar á kríuvarp á Íslandi. Dr. Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur við Háskóla Íslands, var leiðbeinandi þess verkefnis en rannsóknin sem fram fór í sumar var einmitt leidd af henni og dr. Catherine Chambers, rannsóknarstjóra Háskólaseturs. Catherine og Freydís leibeindu tveimur nemendum í sumar, þeim Hjörleifi Finnssyni, meistaranemi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og Sigurlaugu Sigurðardóttir, meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.

Meira