Þjónusta við fjarnema hjá Háskólasetri Vestfjarða

Bókasafn Háskólaseturs Vestfjarða
Bókasafn Háskólaseturs Vestfjarða

Þjónusta við fjarnema hjá Háskólasetri Vestfjarða

Allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta nýtt aðstöðu Háskólaseturs Vestfjarða til að stunda nám sitt og taka próf.

Aðstaðan

Háskólasetrið býður nemendum upp á lestraraðstöðu, prentaðstöðu og aðgang að þráðlausu neti. Á bókasafni Háskólaseturs eru lestrarbásar í lokuðu rými, en fjarnemar geta þó nýtt ýmis rými innan Háskólaseturs til náms, verkefnavinnu eða fundarhalda. Í húsinu eru nokkrar kennslustofur sem nýttar eru fyrir kennslu á daginn en stofurnar geta fjarnemar nýtt sem lestrar- og vinnuaðstöðu að kennslu lokinni.

Húsnæði Háskólaseturs opnar kl 08:00 og er læst eftir klukkan 16:00 á daginn. Móttaka er mönnuð milli 08:30-13:30. Til að hafa aðgang að húsnæði Háskólasetursins eftir lokun geta nemendur fengið lyklakort hjá þjónustustjóra. Þjófavarnarkerfi hússins er virkt milli 02:00 eftir miðnætti, til klukkan 6:30 á morgnana. Ef nemendur hafa í hyggju að vera í Háskólasetrinu að næturlagi þurfa þeir að láta starfsmenn vita svo hægt sé að gera ráðstafanir varðandi þjófavarnarkerfið.

Fjarpróf

Starfsmenn Háskólaseturs sinna prófyrirsetu fyrir alla háskóla á Íslandi og allir nemendur sem stunda nám á háskólastigi geta sótt um að hafa Háskólasetur Vestfjarða sem sinn prófstað. Fjarnemar sem hafa áhuga á að taka próf á Ísafirði geta nýtt sér fjarprófsþjónustu Háskólasetursins en sambærileg þjónusta er einnig í boði á Patreksfirði og Hólmavík.

Hafi nemandi áhuga á að taka próf í Háskólasetrinu er mjög mikilvægt að viðkomandi byrji á því að hafa samband við sinn háskóla og gangi frá skráningu í fjarpróf eftir viðeigandi leiðum. Einnig þarf að skrá Háskólasetur Vestfjarða sem prófstað í Uglu.

Háskólanemar sem taka fjarpróf hjá Háskólasetri Vestfjarða þurfa að taka með sér sinn eigin tölvubúnað og gott er að huga að því fyrir próftöku að tölvan og próftökuvafri séu uppfærð og tilbúin til notkunar.

Hjördís Þráinsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólasetri, heldur utan um fjarpróf háskólanema, hvort sem þeir kjósa að taka prófin á Ísafirði, Patreksfirði eða Hólmavík og ef einhverjar spurningar vakna er velkomið að hafa samband í tölvupósti.

Grunnþjónusta og verðskrá

Nánari upplýsingar um aðstöðu og prófþjónustu má nálgast á vefsíðu Háskólaseturs Vestfjarða og einnig er hægt að nálgast þar lista og verðskrá yfir ýmsa grunnþjónustu sem nemendum stendur til boða, s.s. lyklakort að húsinu, kaffikort og fleira.