SeaGirls: Hvað er hafið fyrir þér

Föstudaginn 17. maí kl. 16:30 verður formleg opnun á vefsýningunni SeaGirls – hvað er hafið fyrir þér í Turnhúsinu. Í verkefninu "Seagirls" fékk hópur af stúlkum einnota filmuvélar yfir sumartímann í þeim tilgangi að fá innsýn í samband og skilning þeirra á hafinu. Verkefnið er unnið í samstarfi milli Háskólaseturs Vestfjarða og Hversdagssafnsins og fékk styrk frá nýsköpunarsjóði og uppbyggingarsjóði Rannís, sem hluti af alþjóðlegri umræðu um kyn og haf.
Jafnrétti kynjanna í sjávarútvegi er eitthvað sem er mikilvægt að læra um frá ungum aldri, og margar alþjóðlegar þróunaráætlanir leggja áherslu á mikilvægi þátttöku ungmenna og kvenna í sjálfbærni hafsins. SeaGirls er langtíma verkefni sem mun hjálpa til við þróun á framtíðar rannsóknum og samfélagstörfum í tengslum við jafnrétti kynja í sjávarútvegi.
 
Afrakstur verkefnisins er fjölbreyttur og hægt verður að skoða sýninguna á vef Háskólaseturs Vestfjarða eftir opnun, https://www.uw.is/is/rannsoknir/verkefni-uw/seagirls

Í tilefni opnunarinnar munu þær Inga Fanney Egilsdóttir stýrimaður, Sheng Ing Wang hafnsögumaður á Ísafirði og Helena Haraldsdóttir nemi í skipstjórnarskóla Tækniskólans flytja stutt ávörp. Að því loknu verður boðið upp á veitingar og föndur.
 

Hér má sjá brot af myndunum sem verða til sýnis: