Nemendur heimsækja bæjarstjóra Bolungarvíkur

Nemendur Háskólaseturs Vestfjarða heimsóttu nýlega Jón Pál bæjarstjóra í Bolungarvík sem hluti af námskeiðinu “Búferlaflutningar og íbúaþróun”. Nemendurnir fengu að skoða sig um á bæjarskrifstofunni og kíktu yfir á Náttúrustofu Vestfjarða, Bláma og Rannsóknarsetur Háskóla Íslands í sömu byggingu. Eftir það var förinni heitið á skrifstofu bæjarstjórans og áttu þau áhugavert samtal við Jón og fengu einnig kynningu frá honum um íbúaþróun og skipulag Bolungarvíkur. Hann kynnti þeim fyrir átaki sem kallast “Bolungarvík 1000+” sem snýr að því að fjölga íbúum Bolungarvíkur úr 950 í 1000. Átakið varð til vegna áforma um að sameina bæjarfélög sem væru með færri íbúa en 1000. Jón Páll sagði að Bolungarvík væri sjálfstætt bæjarfélag og tók það í raun ekki til greina, eina leiðin væri að hækka íbúafjöldann. Markmiðið náðist þann 13. apríl 2023 og telur hann að rekja megi árangurinn til þess að bæjarfélagið fjárfesti í þrjár megin stoðir.

Sú fyrsta var að auka framboð á húsnæði. Það var gert með því að gera ráð fyrir nýjum byggingarreitum í aðalskipulagi. “Það er ekki hægt að auka íbúafjölda nema fjölga húsnæði, þó það hafi verið viss áhætta á sínum tíma þar sem það voru beinlínis ekki margir að óska eftir nýjum byggingalóðum” - segir Jón Páll. Önnur megin stoð er að fjárfesta í innviðum og tók Jón dæmi um viðbyggingu við leikskóla og stækkun á vatnsbóli. Hann talaði einnig um stuðning við nýsköpun og stofnun nýrra fyrirtækja. Þriðja stoðin er hins vegar einkageirinn. Efnahagur Bolungarvíkur byggðist upp á nálægðinni við fiskimiðin. Bærinn hefur reitt sig á útgerð og fiskvinnslu í 20 ár og fjárfestingar og skipulag bæjarins taka mið af því en sveitarfélagið hefur einmitt fjárfest mikið í höfninni, bæði í endurskipulagningu og laxeldi. Jón fjallar um það hvernig íbúafjöldi bæjarins hafi farið lækkandi í mörg ár, en fyrir um 10 árum hafi eitthvað breyst og hann fór að hækka. Hann telur það vera vegna laxeldis, mjólkurframleiðslu og ferðaþjónustu. Hann telur þó laxeldið vera stærstu breytuna og segir að þessi geiri skapi um 30-35 störf á svæðinu og sé stærsta fjárfesting Bolungarvíkurkaupstaðar í 50 ár.

Nemendurnir voru þakklátir fyrir að fá tækifæri til að hitta bæjarstjórann og spurðu margra áhugaverðra spurninga. Þau veltu því til að mynda fyrir sér af hverju markmiðið sé að auka íbúafjölda, hvað loka markmiðið sé og hvort verið sé að reyna ná ákveðinni tölu íbúafjölda. Þau töluðu einnig um hugtök eins og snjallfækkun (e. Smart shrinking) og þær áskoranir sem fylgja íbúafækkun og íbúafjölgun. “Það var frábært að fá tækifæri til að hitta aðila sem hefur áhrif á þróun og skipulag, en einnig að geta rætt um ákvarðanir og áskoranir sem upp koma”- segir Alex Jones, nemandi í námskeiðinu.

Í námskeiðinu “Búferlaflutningar og íbúaþróun” læra nemendur um fólksflutninga, frjósemi og dánartíðni. Það er lögð sérstök áhersla á tengsl milli atvinnu kvenna, fjölskyldustefnu og barneignir. Nemendur læra einnig um orsakir og afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög í tengslum við fólksflutninga ásamt því að kynnast grunnhugtökum og aðferðafræði í íbúaþróun. Kennari námskeiðsins er Dr. Marianne Tønnessen, hún er hagfræðingur með doktorsgráðu í lýðfræði frá háskólanum í Osló. Rannsóknarsvið hennar er fólksflutningar og lýðfræðilegar afleiðingar þeirra, svæðisbundin íbúaþróun og búferlaflutningar innanlands.

“Eftir að hafa fjallað um kenningar og gögn um íbúaþróun er mjög áhugavert og gagnlegt að heimsækja fólk sem vinnur í sínu daglega starfi við slíkar breytingar. Það má sjá í gögnum að íbúafjöldi í Bolungarvíkur hefur aukist seinustu árin eftir langa sögu um íbúafækkun. Það er mjög áhugavert að heyra skoðun bæjarstjórans á því af hverju þetta hafi gerst” - segir Marianne.

Við þökkum Jóni Páli fyrir áhugaverða vettvangsferð og góðar móttökur. Reynsla Bolungarvíkur er góð dæmisaga um lítil samfélag sem tekst á við lýðfræðilegar áskoranir sem nemendur í þessu námskeið fengu að kynnast. Vettvangsferð eins og þessar eru frábær leið til að færa kennsluna út fyrir ramma kennslustofunnar og veita innsýn í raunveruleg dæmi um íbúaþróun.