Leah Shamlian vinnur verðlaun fyrir meistararitgerð

Leah Shamlian er fyrrverandi nemi hjá Háskólasetri sem nýlega hlaut verðlaun fyrir meistararitgerðina sína. Verðlaunin heita Tom McKnight & Joan Clemons Paper Award og voru veitt á árlegri ráðstefnu samtaka landfræðinga á Kyrrahafsströnd (Association for Pacific Coast Geographers). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi meistararitgerðir en tekið er mið af efninu sem er kynnt, hvernig nemandi stendur sig í kynningunni og hvernig þau svara spurningum. Dómnefndin er skipuð af 5-7 deildarmeðlimum frá ýmsum háskólum og verðlaunin voru stofnuð af þeim Tom McKnight og Joan Clemons.

Leah lauk meistaranámi í Sjávarbyggðafræði árið 2023. Ritgerðin hennar heitir á ensku “Rainbow Sheens and Headlines: Media coverage of oil spills in the Puget Sound, USA” og fjallar um olíuleka í fjölmiðlum. Leah hafði áhuga á því hvernig umræðan um olíuleka birtist í fjölmiðlum og hvort einhver munur sé á því eftir löndum, til að mynda vitund almennings á umhverfinu, væntingar þeirra og aðgerðir. Henni varð hugsaði til baka til fyrra starfs síns þar sem hún meðhöndlaði pappíra í kringum olíuleka og viðbúnað og viðbrögð gagnvart þeim. “Ég fékk mikinn áhuga á olíuleka, bæði þeim sjáanlegu og ósjáanlegu. Þetta er mjög áberandi form af mengun, þar sem enginn vill sjá regnboga skán í sjó, en þar sem olía er notuð svo gríðarlega mikið í daglegu lífi þá er auðvelt að horfa fram hjá því hversu mikil mengun stafar af henni. Rannsóknir á frárennslisvatni í þéttbýlum eftir storm sýna að nokkrir dropar af olíu geta haft uppsöfnuð áhrif á fiskistofna.” - segir Leah.

Leah framkvæmdi rannsóknarvinnuna fyrir meistararitgerðina sína í Seattle í Washington og býr einnig þar núna. Leiðbeinandi hennar var Dr. Patrick Heidkamp hjá Southern Connecticut State University, en Dr. Patrick Heidkamp er einnig stundakennari hjá Háskólasetri og hefur kennt námskeiðið “Bláa hagkerfið og sjávarbyggðir”. Í dag vinnur Leah hjá vistfræðideild ríkisins í Washington og fæst við leyfi sveitarfélaga fyrir frárennslisvatn. Hún segir að meistaranámið hjá Háskólasetri Vestfjarða hafi undirbúið hana vel fyrir þessa vinnu, sérstaklega þegar það kemur að þátttöku og ákvarðanatöku almennings í umhverfismálum. Áður lærði hún ensku og umhverfisstefnu við háskólann í Puget Sound í Tacoma, Washington.

Hún uppgötvaði Háskólasetur Vestfjarða þegar hún var að leita að hugsanlegu framhaldsnámi á meðan hún var sjálf enn þá í grunnnámi. Á þeim tíma var hún í námi erlendis í litlu eyjasamfélagi í gegnum vettvangsskólann School for Field Studies og kunni mikið að meta þá reynslu sem öðlaðist bæði í kennslustofu og utan hennar. Seinna þegar hún fór að vinna í sjávarútvegi þá endaði hún í litlu afskekktu sjávarþorpi. Hún fékk þá mikinn áhuga á þeim einstöku áskorunum sem slík þorp standa frammi fyrir. “Meistaranámið í sjávarbyggðafræði hjá Háskólasetri Vestfjarða var tækifæri fyrir mig til að sinna þessu áhugamáli og það á stað eins og Ísafirði, sem bætti bara náms upplifunina.” - segir Leah. Henni fannst mjög gaman að stunda nám á Ísafirði og fann mikinn stuðning frá árganginum sínum hér. Hún nefnir einnig að nemendur fá mörg tækifæri hér, eða geta skapað sín eigin tækifæri hér á Vestfjörðum. Uppáhalds námskeiðin hennar í meistaranáminu voru meðal annars “Bjargráð við Hamförum” og “Bláa Hagkerfið og Sjávarbyggðir”. Við óskum Leah Shamlian innilega til hamingju með verðlaunin fyrir ritgerðina sína og óskum henni góðs gengis í framtíðinni.