Í fyrsta vísindaporti vetrarins bjóðum við velkomin Keyron Hickman-Lewis, lektor í plánetufræðum við Birkbeck, University of London. Hann mun fræða okkur um áhugaverða rannsóknir á plánetunni Mars.
Mars virðist hafa verið lífvænleg snemma í sögu sinni, fyrir meira en 3 milljörðum ára. Þrátt fyrir tilraunir fjölmargra geimfara (og fjölda vísindamanna) hefur hins vegar ekki tekist að finna óyggjandi vísbendingar um líf á Rauðu plánetunni. Síðan árið 2021 hefur könnunarjeppinn Perseverance rannsakað Jezero-gíginn, sem einu sinni hýsti fornt vatnshaf á Mars. Markmið leiðangursins er að endurskapa umhverfi vatnsins og leita að steingerðum ummerkjum lífs sem kunna að hafa varðveist í berglögunum. Farið verður yfir helstu uppgötvanir sem hafa orðið hingað til, þar á meðal fjallað um nýlega skýrslu um lífræn efni í tengslum við tilteknar steindagerðir sem hafa verið taldar möguleg „lífsmerki“ með miklar vísindalegar afleiðingar fyrir geimlíffræði (fræði sem fjalla um eðli og útbreiðslu lífs í alheiminum). Einnig verður fjallað um Mars Sample Return verkefnið, sem áætlað er á næstu áratugum, og hvernig það gæti gert okkur kleift að rannsaka marsnesk sýni á Jörðinni
Var líf á Mars? https://www.bbc.com/news/articles/cd725pj0g9ro
Keyron Hickman-Lewis er lektor í plánetufræðum við Birkbeck, University of London. Rannsóknir hans beinast að leit að lífsmerkjum í jarðfræðilegu efni, einkum fyrstu ummerkjum lífs á Jörðinni frá Suður-Afríku og Vestur-Ástralíu. Síðan árið 2020 hefur hann tekið þátt sem vísindamaður í verkefni NASA með könnunarjeppanum Perseverance, þar sem hann aðstoðar við val og skráningu marssteina sem á að flytja til Jarðar í framtíðinni. Hann lauk BS-gráðu í jarðvísindum frá University of Oxford, doktorsgráðu frá CNRS Orléans og Università di Bologna, og starfaði áður sem rannsóknarmaður við Natural History Museum í London og Imperial College London áður en hann hóf störf við Birkbeck.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Fyrirlesturinn fer fram á ensku