Julia mun leiða okkur í ferðalag til Norður-Íshafsins. Hún mun lýsa þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í náttúrulegu umhverfi og geta haft áhrif á strandsamfélög í norður Evrópu. Að því loknu mun hún fjalla um mikilvægi þessara breytinga fyrir framtíðarþróun á Barents-svæðinu, með sérstakri áherslu á ferðaþjónustu og siglingaleiðir um Norður-Íshafið.
Julia Olsen er dósent í umhverfisfélagsfræði við Nord-háskólann í Bodø, Noregi. Undanfarin tíu ár hefur hún rannsakað strandsamfélög á norðurslóðum með sérstakri áherslu á aðlögun að fjölþættum breytingum og lífvænleika þeirra. Doktorsverkefni hennar fjallaði um hvernig aukin skipaumferð á norðurslóðum hefur áhrif á náttúru og smærri samfélög. Julia tekur þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknarverkefnum sem rannsaka sjálfbæra samgöngukosti, ferðaþjónustu og mengun í hafinu í Norður-Noregi og á Svalbarða.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Fyrirlesturinn fer fram á ensku