Okkur er ánægja að bjóða Julien Beuken frá utanríkisráðuneyti Hollands velkominn sem næsta gest í Vísindaport vikunnar. Hann mun fjalla um umhverfismál út frá sjónarhorni utanríkisráðuneytisins.
Julien Beuken starfar hjá utanríkisráðuneyti Hollands. Frá því í sumar hefur hann verið hluti af deildinni sem sinnir löndum sunnan Sahara, þar sem hann vinnur sérstaklega að málum tengdum Eþíópíu. Undanfarin fjögur ár starfaði hann hjá deildinni fyrir fjölþjóðastofnanir og mannréttindi, þar sem hann vann einkum með Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
Julien er með meistaragráðu í þróunarfræðum (MSc) frá Trinity College Dublin/University College Dublin og býr í Utrecht í Hollandi.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Fyrirlesturinn fer fram á ensku