Í tilefni 1.desember, fullveldisdags Íslands, taka Háskólasetur Vestfjarða og Guðni Th. Jóhannesson prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar og forseti Íslands 2016-2024, höndum saman og blása lífi í þessa ágætu hefð.

Guðni Th Jóhannesson er prófessor í sagnfræði og tilvalinn til að rifja upp fyrir okkur merkingu þessa dags og túlka hana í nútíð.
Erindið er haldið í kaffisal Háskólaseturs Vestfjarða og fer fram á íslensku kl 12:10
Klukkan 15:00 verður HÚLLUMHÆ í kaffisalnum þar sem við ætlum að leggja lokapunkt á 20 ára afmælisár Háskólaseturs!
Verið hjartanlega velkomin! Léttar veitingar í boði.