Að þessu sinni er Vísindaport vikunnar haldið á miðvikudegi! Til okkar er komin Sarah E. Hopkins, geimverkfræðingur hjá NASA og handhafi Grímsson-styrksins. Hún starfar við Artemis-áætlun NASA, sem miðar að því að senda menn aftur til tunglsins, og dvelur nú á Ísafirði þar sem hún vinnur að ritun vísindaskáldsögu.
Sarah E. Hopkins mun fjalla um hver hún er og hvað Grímsson-styrkurinn felur í sér. Hún mun kynna efni bókarinnar sem hún er að skrifa og hvaðan hún sækir innblástur sinn. Þá mun hún gera grein fyrir þeim rannsóknarspurningum sem hún hyggst svara meðan dvöl hennar stendur yfir á Ísafirði. Einnig verður farið stuttlega yfir sögu geimkönnunar, Artemis-áætlun NASA og starf hennar hjá stofnuninni. Í lokin verður tími fyrir spurningar.
Sarah E. Hopkins er frá Huntsville í Alabama í Bandaríkjunum. Hún er með BS- og MS-gráður í geimverkfræði frá Mississippi State University og Georgia Institute of Technology. Í daglegu starfi sínu vinnur hún hjá NASA að Artemis-áætluninni, sem miðar að því að senda menn aftur til tunglsins. Samhliða starfinu er hún að skrifa vísindaskáldsögu sem gerist á stað sem líkist Ísafirði.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér
──────────
Conference UNAK is inviting you to a scheduled Zoom meeting.
Join Zoom Meeting
https://eu01web.zoom.us/j/63494429123
Meeting ID: 63494429123
Fyrirlesturinn fer fram á ensku