Í vísindaporti vikunnar ætlar Dr. Kristine Bondo Petersen frá Akvaplan Niva í Noregi að leiða okkur í gegnum alvöru ráðgátu sem byggð er á sannri sögu, jafnvel glæpasögu! Hér er um að ræða eitrun hreindýrahjarðar sem leiddi til dauða 127 hreindýra. Í þessum fyrirlestri mun Kristine segja okkur frá því hvernig hægt er að beita þekkingu á mengun til að rekja uppruna eitrunarinnar og koma auga á sökudólginn.
Þó að Kristine Bondo Petersen elski góða glæpasögu, tengir hún yfirleitt ekki vinnu sína við mengun við glæparannsóknir. Hún hefur yfir 20 ára reynslu af vinnu tengdri mengun – allt frá því að finna og rannsaka mengun til að meta umhverfisáhrif og mótvægisaðgerðir.
Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079
Fyrirlesturinn fer fram á ensku