Vísindaport : Blue Action Fund og Disco Island

Í dag á vikulegum hádegisfyrirlestri okkar fáum við að heyra frá tveimur kennurum okkar, Sophie Thayne og Mike Thayne, sem munu segja frá starfi sínu – allt frá Blue Action Fund til Diskóeyjar.

Sophie mun fræða okkur um Blue Action Fund, sem er orðinn stærsti opinberi sjóðurinn sem styður hafverndarsvæði (Marine Protected Areas, MPAs) og strandbyggðir á heimsvísu.

Mike mun svo vera með vísindafyrirlestur um rannsóknarleiðangra til Diskóeyjar á Grænlandi.

Sophie starfar sem styrkjastjóri hjá Blue Action Fund. Hún hefur áður stutt við teymi í Afríku hjá Þýsku jarðvísindastofnuninni (Federal Institute for Geosciences and Natural Resources) og hóf starfsferil sinn hjá GIZ í Lýðveldinu Kongó, þar sem hún veitti ráðgjöf um stjórnun náttúruauðlinda. Hún er útskrifuð úr meistaranámi hér á Ísafirði í Haf og strandvæðastjórnun (Coastal and Marine Management, 2014–2016) og er mjög ánægð að koma aftur til Ísafjarðar og segja frá starfi sínu síðustu þrjú ár.

Mike er frá Bandaríkjunum og starfar nú sem vísindamaður við Helmholtz-stofnunina í Potsdam, Þýskalandi. Hann lauk CMM-náminu á árunum 2014–2016 og er með doktorsgráðu í ferskvatnsrannsóknum.

Erindið fer fram á kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða og hefst kl. 12.10. Erindinu er einnig streymt í gegnum zoom hlekk og má finna hann hér https://eu01web.zoom.us/j/69947471079

Fyrirlesturinn fer fram á ensku